Innkauparáð - Fundur nr. 1576

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 30. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1576. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar:: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m. og bréf Fjarhitunar, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á foreinangruðum plaströrum vegna Grímsnesveitu, skv. úboði (EES). (Frestað á fundi 16. þ.m.). Einnig bréf Nör ehf, dags. 19. þ.m., varðandi s.m. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við Nör ehf. á grundvelli tilboðs þess að upphæð u.þ.b. 28 mkr.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í dreifikerfi hitaveitu í Kópavogi og Bessastaðahreppi, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Stáls og Suðu ehf. að upphæð kr. 8.679.650.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á öryggiskerfi fyrir vatnsöflunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur í Heiðmörk, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Securitas hf. að upphæð kr. 1.212.747.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í þjónustu vegna dreifistöðva og varaaflsvéla í Kringlu og Smáralind, skv. lokuðu útboði. (Frestað á fundi 16. þ.m.). Samþykkt að taka tilboði Orkuvirkis hf. að upphæð kr. 8.188.365,- til 3ja ára.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð Orkuvirkis hf. í uppsetningu 12 kV rafbúnaðar í Aðveitustöð 4, að upphæð kr. 3.123.000. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í smíði og uppsetningu á stjórnskápum, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Rafmiðlunar ehf. að upphæð kr. 4.010.093.

Gunnar A. Sverrisson mætti á fundinn vegna mála 2-3, Friðrik Alexandersson vegna máls 4 og Jón Arnar Sigurjónsson vegna mála 4-7.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á hraðaskiltum að upphæð 3,5 mkr. og umferðarteljurum að upphæð 2,1 mkr., frá Olsen Engineering APS. Samþykkt. 8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 27. þ.m., varðandi heimild til lokaðra útboða á pípulögn vegna upphitunar gatna- og gönguleiða. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Sigurjóni Einarssyni, Húsalögnum ehf., Alhliða pípulögnum sf., GG-lögnum ehf. og Vatnsverki ehf.

Guðbjartur Sigfússon mætti á fundinn vegna mála 7-8.

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í viðhald raflagna í grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Rafverks ehf. að upphæð kr. 1.038.386,- í tvær fasteignir og tilboði Raflýsingar ehf. að upphæð kr. 4.026.640,- í átta fasteignir. Bæði tilboðin tekin með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á ljósabúnaði í Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Reykjafells hf. að upphæð kr. 2.116.365.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í innanhússfrágang í Skipholti 50b, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Einars Sigurðssonar að upphæð kr. 1.214.240.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi samning við Þórhalla Einarsson um gluggaísetningu, utanhússklæðningu og innanhússfrágang leikskóla og íbúða að Háteigsvegi 33. Samningsupphæð kr. 17.435.854,- og 15% álag á tilboð undirverktaka. Samþykkt.

Einar H. Jónsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 9-12.

13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á ljósritunarvélum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði ACO hf. að upphæð kr. 1.921.635. Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna málsins. Samþykkt að fela Júlíusi Sigurbirnssyni að skrifa minnisblað um innkaup grunnskólanna.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson