Innkauparáð - Fundur nr. 1575

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 23. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1575. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar:: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. og 13. þ.m. og bréf Fjarhitunar, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á foreinangruðum stálrörum og plaströrum vegna Grímsnesveitu, skv. úboði (EES). (Frestað á síðasta fundi). Einnig bréf Nör ehf, dags. 19. þ.m., varðandi sama mál. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Set hf. í foreinangruð stálrör að upphæð kr. 39.025.250,- verði tekið, en afgreiðslu plaströra frestað.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi viðbótarkaup á hurðum og flekum í dreifistöðvar frá Blikksmiðjunni Borg ehf. að upphæð kr. 4.850.000. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. þ.m., varðandi viðbótarkaup á dreifispennum frá Efacec að upphæð kr. 9.650.000,- fob. Samþykkt.

Jón Arnar Sigurjónsson mætti á fundinn vegna mála 2-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á rimlagirðingu frá Hagvís að upphæð kr. 2.253.515,-, skv. verðkönnun. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á sjálfvirkum umferðarlokunarstólpum frá A. Karlssyni hf. að upphæð kr. 3.573.660. Samþykkt.

Guðbjartur Sigfússon mætti á fundinn vegna mála 4-5.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu fyrir lendingarlaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Víkurverks hf. að upphæð kr. 2.898.250.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í múrverk í leikskóla að Háteigssvegi 33, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar og Steingríms ehf. að upphæð kr. 4.995.600,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6-7.

8. Lagt fram bréf Félagaþjónustunnar, dags. 16. þ.m., varðandi framlengingu á samningi við Jóhann Loftsson um fjölskylduráðgjöf og/eða meðferð. Lagt fram til kynningar.

9. Útboðsauglýsing: OVR – Hitaveitupípur og pípuefni í Grímsnesvirkjun 2. áfanga.

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson