Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 16. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1574. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru:: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í foreinangruð stálrör og plaströr vegna Grímsnesveitu, skv. útboði. Frestað. Vísað til umsagnar Fjarhitunar hf. Ásgeir Margeirsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í þjónustu fyrir dreifistöðvar og varaaflsvélar í Kringlu og Smáralind, skv. lokuðu útboði. Frestað.
3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboðs í viðbótarhugbúnað fyrir kerfiráð frá CAE Electronics Ltd.. Samþykkt.
Jón Arnar Sigurjónsson mætti á fundinn vegna mála 2-3.
4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í gerð mislægra gatnamóta við Víkurveg og í eftirlit með verkinu. Lagt fram til kynningar.
5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í úrbætur í umferðarmálum, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði HD verks ehf. að upphæð kr. 21.274.521,- verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 4-5.
6. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á ljósabekkjum frá Magnúsi Jónassyni. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.
7. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í bíla sem ganga fyrir umhverfisvænu eldsneyti. Samþykkt verðkönnun. Hersir Oddson mætti á fundinn vegna málsins.
8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á húsgögnum, skv. verðkönnun. Samþykkt kaup frá Pennanum að upphæð kr. 1.432.618,- og frá Epal að upphæð kr. 1.179.950,-. Þráinn Guðmundsson mætti á fundinn vegna málsins.
9. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í ýmsan frágang gatna í Sundahöfn, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Steinmótunar ehf. að upphæð kr. 14.883.600,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Jón Þorvaldsson mætti á fundinn vegna málsins.
10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í tölvu- og raflagnir fyrir Foldaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði GSS ehf. að upphæð kr. 1.546.464,-.
11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í tölvulagnir fyrir Rimaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Raflagna Íslands ehf. að upphæð kr. 969.391,-.
12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 13. þ.m., varðandi tilhögun framkvæmda að Háteigsvegi 33, vegna klæðningar og glugga. Samþykkt.
Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 10-12.
13. Útboðsauglýsingar: BGD – Grafarholt – settjörn. BGD – Dreifikerfi hitaveitu í Kópavogi og Bessastaðahreppi.
Fundi slitið kl. 9:40
Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Haukur Leósson