Innkauparáð - Fundur nr. 1573

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 9. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1573. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar:: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til forvals og lokaðs útboðs vegna vals á ráðgjöfum vegna undirbúnings virkjunar á Hellisheiði. Samþykkt (EES).

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í borun vatnskönnunarhola á Hellisheiði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðborana hf. að upphæð kr. 28.129.000,- verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til forvals og lokaðs útboðs vegna kaupa á hvolfrými úr glerveggjum og glerhvolfþaki. Samþykkt (EES).

Ingólfur Hrólfsson mætti á fundinn vegna mála 1-2 og Þorvaldur St. Jónsson vegna máls 3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í sanddæluvagna í skolphreinsistöð við Klettagarða, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar ehf. að upphæð kr. 11.900.000,-

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í “Grafarholt, Kirkjustétt 1-3, gatnagerð og lagnir”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Urðar og Grjóts ehf. að upphæð kr. 8.504.950,- .

Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 4-5.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í milliveggi úr stáli og gleri í Borgarleikhús í Kringlunni, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Orra ehf. að upphæð kr. 4.340.850,-.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í steypusögun í Fossvogskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Bortækni-Verktaka ehf. að upphæð kr. 638.500,-.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í girðingu á lóð Engjaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sigurðar Guðmundssonar að upphæð kr. 768.700,-.

Einar H. Jónsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 6-8.

9. Lagt fram bréf Fata ehf, dags. 3. þ.m., varðandi samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um fatakaup. Forstjóra Innkaupastofnunar falin afgreiðsla málsins.

10. Útboðsauglýsingar: BGD – Foldaskóli - Viðbygging. BGD – Viðhald raflagna í 10 grunnskólum.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson