Innkauparáð - Fundur nr. 1572

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 2. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1572. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Sigfús Jónsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 28. f.m., varðandi tilboð í viðbyggingu leikskólans Jöklaborgar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Sérverks ehf, að upphæð kr. 44.341.860 verði tekið.

2. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í innanhússfrágang í Víkurskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar sf, að upphæð kr. 43.465.155 verði tekið.

3. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í Foldaskóla, 4.áfanga jarðvinnu, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Fleygtaks ehf, að upphæð kr. 11.794.500.

4. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 28. f.m., varðandi kaup á bókahillum í Borgaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rýmis ehf, að upphæð kr. 1.268.280.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 28. f.m., varðandi heimild til samnings við Ljósvakann ehf, um raflagnavinnu í Borgarbókasafni í Borgarleikhúsi. Áætlað samningsverð 3.mkr. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 28. f.m., varðandi tilboð í uppsetningu brunaviðvörunarkerfis í Vonarstræti 4, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Öryggismiðstöðvar Íslands hf, að upphæð kr. 917.988.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í klæðningu og glugga í leikskóla og íbúðir að Háteigsvegi 33, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að hafna öllum tilboðum í verkið og fella útboðið úr gildi.

Þorkell Jónsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 1-7.

8. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 28. f.m., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Jóhann Loftsson sálfræðing, um fjölskylduráðgjöf. Áætlað samningsverð 9,1 mkr. Samþykkt. Ellý A. Þorsteinsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðaborgarsvæðisins bs, dags. 29. f.m., varðandi kaup á slökkvibifreiðum, skv. útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði MT – bíla ehf í tvær slökkvibifreiðar, að upphæð kr. 39.308.936 verði tekið. Jón Viðar Matthíasson og Birgir Finnsson mættu á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 29. f.m., varðandi kaup á stýrikerfi í 602 tölvur fyrir grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Bræðranna Ormsson ehf að upphæð kr. 4.677.540.

11. Útboðsauglýsingar: RVH – Frágangur gatna í Sundahöfn.

12. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. f.m., varðandi kaup á gasáfyllingartæki frá Smith og Norland hf. Verð kr. 3.348.800. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Haukur Leósson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson