Innkauparáð - Fundur nr. 1571

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 25. júní kl. 9:00 f.h., var haldinn 1571. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í borun vatnskönnunarhola á Hellisheiði, skv. útboði. Samþykkt að hafna eina tilboðinu sem barst frá Jarðborunum hf.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í næturvörslu við Elliðaár, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Gunnars Þórs Árnasonar að upphæð kr. 1.965.000 til 2ja ára.

Ingólfur Hrólfsson og Hólmgrímur Þorsteinsson mættu á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Fleygtaks ehf, að upphæð kr. 4.200.000.

4. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á búnaði í Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Þjónustumiðstöðvar bókasafna, að upphæð kr. 6.276.700.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í 2.áfanga lóðar við Melaskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði BJ verktaka ehf, að upphæð kr. 9.755.300 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í brottflutning og niðrrif á sumarhúsi við Reynisvatn. Samþykkt að taka tilboði Ágústar Leifssonar að upphæð kr. 251.900.

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 3-6 og 10.

7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í stýrikerfi í tölvur fyrir grunnskóla. Samþykkt verðkönnun. Jón Valdimarsson og Guðmundur Tómasson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Strætisvagna Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi uppsögn á samningi SVR við Skeljung hf, um gasolíukaup. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Ólafs Gíslasonar & Co hf, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð MT Bíla ehf í slökkvibíla.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í smíði og uppsetningu álhurða og milliveggja í Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv.verðkönnun Samþykkt að taka tilboði Fagvals ehf, að upphæð kr. 1.173.859.

11. Útboðsauglýsingar: BGD – Foldaskóli - jarðvinna.

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson