Innkauparáð - Fundur nr. 1570

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 18. júní kl. 9:00 f.h., var haldinn 1570. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. og 15. þ.m., varðandi samning við Jarðboranir hf. um rannsóknarboranir á Hellisheiði og Geldinganesi. Heildarsamnings verð fyrir Hellisheiði kr. 358.550.465, en fyrir Geldinganes kr. 134.217.693. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningarnir verði gerðir.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á skoðun og yfirferð á rafbúnaði í Aðveitustöð 2 frá Alstom T&D. Upphæð tilboðs kr. 4.508.000. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á rofaskáp frá ABB, umboð Johan Rönning hf. Verð kr. 1.387.300 Fob. Samþykkt.

Ingólfur Hrólfsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á tunnum til heimajarðgerðar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði HSS að upphæð kr. 3.847.050.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í “Ýmis smærri verkefni 2001”, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Urðar og Grjóts ehf að upphæð kr. 6.835.000.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í “Götugögn í vesturhluta Austurstrætis – málmhlutir”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Ísa stál ehf. að upphæð kr. 3.358.000 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á granítflísum á Ingólfstorg frá Vídd byggingavörum hf. Verð kr. 3.325.882. Samþykkt.

Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 4-7.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í innréttingar í Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Hábergs ehf að upphæð kr. 5.677.925 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi samning við Húsalagnir ehf um endurnýjun stofnlagna í Skautahöll, 2. áfangi. Samningsverð kr. 2.624.093. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við bráðabirgðaskóla á Grafarholti, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Víkurverks ehf. að upphæð kr. 1.785.000.

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 8-10.

11. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 21. f.m., varðandi útboð á rekstrarvörum fyrir sundlaugar. Einnig lagt fram bréf Friggjar ehf vegna sama máls. Samþykkt opið útboð á EES. Ómar Einarsson mættu á fundinn vegna málsins.

12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. þ.m., varðandi val og innleiðingu á fundarstjórnunar- og fundarskráningarkerfi. Samþykkt að ganga til samninga við Hugvit hf um kaup á kerfinu. Kristbjörg Stephensen og Guðmundur Tómasson mættu á fundinn vegna málsins.

13. Útboðsauglýsingar: BGD – Foldaskóli - jarðvinna.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson