Innkauparáð - Fundur nr. 1569

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 11. júní kl. 9:00 f.h., var haldinn 1569. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi samning við Jarðboranir hf. um rannsóknarborun á Geldinganesi. Heildarsamnings upphæð kr. 134.217.693. Frestað.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi samning við Jarðboranir hf. um rannsóknarboranir á Hellisheiði. Heildarsamningsupphæð kr. 358.550.465. Frestað.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á vatnsdælum, frá Ísleifi Jónssyni ehf. verð kr. 2.231.132. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í “Ásland 2. áfanga Ása. 3. hluti – Veitur”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Háfells ehf. að upphæð kr. 6.693.050 í hlut Orkuveitu.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í verkið “Kópavogsbraut endurnýjun – veitukerfi”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Arnarverks ehf. að upphæð kr. 10.847.500 í hlut Orkuveitu.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í eftirlit með framkvæmdum við nýjar höfuðstöðvar, skv. lokuðu útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Fjölhönnunar ehf., Lagnatækni ehf. og Raftæknistofunnar ehf. að upphæð kr. 55.427.400,- verði tekið.

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á kerfiráði frá ABB Energi og Industri A/S. Verð kr. 7.883.100. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á smádreifistöðvum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Siemens A/S, umboð Smith & Norland ehf., að upphæð kr. 16.344.500 fob. 9. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á ljósbúnaði frá Louis Poulsen, umboð Epal. Verð kr. 2.813.820. Samþykkt.

Ingólfur Hrólfsson, Indriði Indriðason, Þorvaldur St. Jónsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-9 og 19.

10. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á holræsarörum og brunnaefni, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Loftorku Borgarnesi ehf. að upphæð kr. 15.977.069. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað:Fram hefur komið á fundinum að bæði borgarlögmaður og forstjóri Innkaupastofnunar geri ekki athugasemd við málsmeðferð Gatnamálastjóra. Í ljósi þess samþykki ég málið. Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í loftstokka fyrir borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Blikksmiðsins ehf. að upphæð kr. 1.586.308,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 31. f.m., varðandi tilboð í smíði og uppsetningu sólbekkja í Melaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Heggs ehf. að upphæð kr. 702.300.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í kaup og uppsetningu parkets í Laugardalshöll, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Slots ehf. að upphæð kr. 14.115.940,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í múrviðgerðir á Sunnuborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar og Steingríms ehf. að upphæð kr. 701.000.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í smíði og uppsetningu rennihurða, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Smiðjustáls ehf. að upphæð kr. 715.620.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við viðbyggingu leiksólans Jöklaborgar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði TT verktaka ehf. að upphæð kr. 2.729.500.

17. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 31. f.m., varðandi tilboð í tölvulagnir í Álftamýrarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Guðjóns Guðmundssonar ehf. að upphæð kr. 3.908.130,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Þorkell Jónsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna mála 11-17.

18. Lögð fram greinagerð Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, mótt. 8. þ.m., varðandi útboð á tölvum fyrir grunnskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð, bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi útboðið og bréf Bræðranna Ormsson, dags. 8. þ.m., varðandi sama mál. Samþykkt að leggja til við borgarráð að taka eftirfarandi tilboðum: Frá Bræðrunum Ormsson hf. kr. 48.786.080,- í 602 tölvur fyrir grunnskóla. Frá Nýherja hf. kr. 3.881.191,- í 47 tölvur fyrir Fræðslumiðstöð. Frá EJS hf. kr. 2.059.304,- í 13 fistölvur fyrir grunnskóla. Jón Valdimarsson og Guðmundur Tómasson mættu á fundinn vegna málsins.

19. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á iðntölvuefni frá Tölvusölunni. Verð kr. 3.113.320. Samþykkt.

20. Útboðsauglýsingar: BGD – Bókasafnsbúnaður. BGD – Jöklaborg - viðbygging.

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Helgi Pétursson
Haukur Leósson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson