Innkauparáð - Fundur nr. 1568

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 28. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1568. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson, og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í byggingu hráhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Þ.G. verktaka ehf. að upphæð kr. 559.243.843,- verði tekið.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi kaup á rakaeyðingartæki, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Andra ehf. að upphæð kr. 3.823.293.

Þorvaldur St. Jónsson og Hólmgrímur Þorsteinsson mættu á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í lagningu Reynisvatnsvegar 1. áfanga, ásamt gerð Þjóðhildarstígs og eftirstöðvar Þúsaldar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Háfells ehf. að upphæð kr. 42.099.550,- verði tekið.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í lagningu gangstíga, útboð 2, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Urðar og Grjóts ehf. að upphæð kr. 28.838.150,- verði tekið.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 25. þ.m., varðandi kaup á skolpdælum og stjórnbúnað í dælustöð í Gufunesi, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Danfoss hf. að upphæð kr. 13.956.857. Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í klæðningu og viðhald utanhúss á Hólabrekkuskóla, 1. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Þ.G. verktaka ehf. að upphæð kr. 17.704.700.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í viðgerðir á hjúkrunarsambýlinu Laugaskjóli, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Fasteignaviðhalds ehf. að upphæð kr. 5.415.800,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í milliveggi og niðurhengd loft í Listasafn Reykjavíkur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 5.397.720.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6-8.

9. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 21. þ.m., um útboð, nr. ISR/0110/FMR, á kaupum og uppsetningu tölva fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

10. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í aflrofaskáp og útbúnaðar frá ABB/Johan Rönning. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf Ráðhúss Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á varaaflgjafa frá Nýherja hf. verð kr. 855.200. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi viðbótarkaup á skólahúsgögnum frá Nýform hf. verð kr. 3.819.400. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt.

13. Útboðsauglýsingar: BGD – Til sölu; Sumarhús. BGD – Laugardalshöll – nýtt parket á íþróttasal. OVR – Hellisheiði – Borun á vatnskönnunarholum

Fundi slitið kl. 9:30

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir