Innkauparáð - Fundur nr. 1567

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 21. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1567. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hrólfur Ölvisson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi samning við Jarðboranir hf, um undirbúning borana á Hellisheiði. Samningsupphæð kr. 42.244.105. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í gerð borplana og vegslóða á Hellisheiði, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Vörubifreiðastjórafélagsins Mjölnis ehf, að upphæð kr. 15.526.790.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í rif Reykjaæðar í Mosfellsbæ, skv. lokuðu útboði. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt að taka frávikstilboði J. G. Vinnuvéla að upphæð kr. 19.990.880.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á liðaverndunarbúnaði í Aðveitustöð 3, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Siemens, umboð Smith og Norland hf, að upphæð kr. 2.834.000 Fob.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. þ.m., varðandi kaup á handtölvum til mælaálestrar frá Króla ehf. Áætlað verð 2,7 mkr. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi kaup á dælu frá Floway. Verð kr. 1.800.000 Fob. Samþykkt.

Ingólfur Hrólfsson, Indriði Indriðason, Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-6.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir á Esjumelum, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íslenskra Aðalverktaka hf, að upphæð kr. 56.357.190 verði tekið.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í malbikun gatna, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð tilboði Hlaðbæjar Colas hf, að upphæð kr. 34.356.836 verði tekið.

9. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir í Grundarhverfi 3. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Verktaka Magna ehf, að upphæð kr. 16.638.000.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 7-9.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í viðbyggingu og breytingar á Hólabrekkuskóla, 3. áfanga, skv.útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íbyggðar ehf, að upphæð kr. 127.445.219 verði tekið.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til breytinga á verksamningi við Þórhalla Einarsson um byggingu fjögurra deilda leikskóla ásamt 13 íbúðum í fjölbýlishúsi Byggingafélags námsmanna við Háteigsveg. Samningsverð lækkar um kr. 24.844.250 og verður kr. 71.289.320. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í niðurrif á skúr við Vesturlandsveg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Guðjóns Haraldssonar að upphæð kr. 945.000.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar við leikskólann Suðurborg, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurjóns Valdimarssonar að upphæð kr.14.173.732.

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í málun á Víkurskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurðar Eyþórssonar að upphæð kr. 16.638.080.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. mars s.l., varðandi heimild til samnings við Einar Rúnar Þorvarðason um endurnýjun raflagna í Réttarholtsskóla. Samningsverð kr. 2.367.800. Samþykkt.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 10-15.

16. Lagt fram bréf Þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 15. þ.m., varðandi heimild til samnings við Odda hf, um prentun á “Map of Reykjavík”. Samningsverð kr. 1.330.000. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi viðbótarkaup á skólahúsgögnum frá Nýform hf. Verð kr. 3.819.400. Samþykkt. Þráinn Guðmundsson mætti á fundinn vegna málsins.

18. Lagt fram bréf Lögmanna Mörkinni 1, dags. 9. þ.m., varðandi innkaup á ljós- og rafmagnsvörum o.fl.

19. Útboðsauglýsingar: VMS – Til sölu; Bifreiðar og tæki. OVR – Næturvarsla við Elliðaár. BGD – Jöklaborg – jarðvinna.

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Hrólfur Ölvisson