Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 14. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1566. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í verkið “Reykjaæð I – rif í Mosfellsbæ”, skv. lokuðu útboði. Frestað.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi viðbótarkaup á smádreifistöðvum. Frestað.
Indriði Indriðason, Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-2.
3. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í malbiksyfirlagnir, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að eftirtöldum tilboðum verði tekið. Tilboði 1. Hlaðbær Colas hf. kr. 84.799.588. Tilboði 2. Malbikunarstöðin Höfði hf. kr. 84.128.769. Tilboði 3. Loftorka Reykjavík ehf. kr. 87.550.000.
4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í 30 km hverfi og úrbætur á göngu- og hjólaleiðum, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð tilboði Gísla Magnússonar að upphæð kr. 31.762.822. verði tekið.
5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á túnþökum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Hrafnkels Óðinssonar að upphæð kr. 2.500.000.
6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi upptöku nýrrar greinar um gæðakerfi í útboðslýsingu vegna jarðvinnuverka. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 3-6.
7. Lagt fram til kynningar bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 11. þ.m., varðandi gerð samstarfssamnings um umferðarfræðslubraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.
8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu og njóbræðslukerfi á tennisvelli, skv.útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurjóns H. Valdimarssonar að upphæð kr. 16.629.986.
9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á innréttingum í mötuneyti Borgarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Jóhanns Ólafssonar & Co að upphæð kr. 4.085.121.
10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á eldhústækjum fyrir Leikskóla Reykjavíkur, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Ísbergs ehf. að upphæð kr. 5.244.212.
Einar H. Jónsson og Páll Guðnasson mættu á fundinn vegna mála 8-10.
11. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á sendibíl,skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ræsis hf.að upphæð kr. 5.561.505.
12. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á vinnuflokkabílum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ístraktors ehf. að upphæð kr. 18.121.520.
Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 11-12.
13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi kaup og uppsetningu á tölvum fyrir grunnskóla. (EES). (Frestað á síðasta fundi.) Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
14. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á húsgögnum í sal Árbæjarskóla frá Jóhanni Ólafssyni & Co. Verð kr. 1.530.828. Samþykkt. Jón Ingvar Valdimarsson og Guðmundur Tómasson mættu á fundinn vegna máls 13.
15. Útboðsauglýsingar: BGD – Álftamýrarskóli - tölvulagnir. BGD – Brunaviðvörunarkerfi í 6 leikskóla. GAT – Gangstígar 2001 – útboð II. GAT – Reynisvatnsvegur 1 áfangi.
Fundi slitið kl. 10:15
Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir