Innkauparáð - Fundur nr. 1565

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 7. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1565. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til samnings við Jarðboranir hf, um undirbúning borframkvæmda á Hellisheiði. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í yfirborðsfrágang við heitavatnsgeyma á Grafarholti, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Ásbergs ehf, að upphæð kr. 58.912.561 verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi kaup á lokadrifum frá Werner Riester GmbH að upphæð kr. 2.298.293 Fob. Samþykkt.

Gunnar A. Sverrisson og Indriði Indriðason mættu á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. og 26. f.m., bréf BM Vallá hf dags. 3. og 20. f.m. og bréf Steypustöðvarinnar ehf dags. 20. f.m., varðandi hellur og steina í 30 km hverfi, skv. útboði. Samþykkt í samræmi við bréf bréf gatnamálastjóra dags. 26. f.m., að leggja til við borgarráð að útboðið á hellum og steinum fyrir árið 2001 verði fellt úr gildi og að gengið verði til samninga við BM Vallá ehf um kaup á steinum og hellum. Áætlað samningsverð um kr. 20 milljónir.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í lagningu gangstíga “Gangstígar 2001 útboð 1”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðkrafts ehf, að upphæð kr. 40.565.000 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á áburði frá Áburðaverksmiðjunni hf að upphæð kr. 1.720.842. Samþykkt.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4-6.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í múrverk í bókasafni Borgarleikhússins, skv.verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Gylfa Einarssonar að upphæð kr. 3.751.450. Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi kaup og uppsetningu á tölvum fyrir grunnskóla, skv. útboði (EES) og bréf Bræðranna Ormsson ehf, dags. 6. þ.m., varðandi sama mál. Frestað. Jón Ingvar Valdimarsson og Guðmundur Tómasson mættu á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 3. þ.m. og 20. f.m., varðandi tilboð í ræstingu í Vesturbæjarlaug, skv. útboði. (Frestað á síðasta fundi stjórnar). Samþykkt að taka frávikstilboði ÓS verktaka sf, að upphæð kr. 92.889 á viku, þ.e. kr. 14.490.654 til þriggja ára.

10. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á rafmagns járnbrautarlest fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, frá Severn Lamb að upphæð kr. 3.687.361 Fob. Samþykkt.

Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna mála 9-10.

11. Lagt fram bréf Friggjar ehf, dags. 4. þ.m., varðandi útboð á rekstrarvörum í sundlaugar Reykjavíkurborgar. Samþykkt að vísa erindinu til framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs til umsagnar.

12. Lagt fram bréf Strætisvagna Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi hjólbarðakaup. Hörður Gíslason og Jan Jansen mættu á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 4. þ.m., varðandi erlend samskipti.

14. Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkir að gera úttekt á stöðu innkaupamála hjá borgarsjóði, fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar með hliðsjón af endurskoðuðum samþykktum um ISR frá 1995. 15. Útboðsauglýsingar: BGD – Til sölu; Gæsluvallahús við Dunhaga. OVR – Borplön og vegslóðar á Hellisheiði.. GAT – Grundarhverfi 3. áfangi. Gatnagerð og lagnir. GAT – Esjumelar 1. áfangi. Gatnagerð og lagnir. BGD – Viðgerðir utanhúss á Laugaskjóli.

Fundi slitið kl. 10:40

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir