Innkauparáð - Fundur nr. 1564

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 30. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1564. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í vinnsluboranir í Öndverðarnesi vegna Grímsnesveitu, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Jarðborana hf. að upphæð kr. 9.240.000.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í arðsemisúttekt lestarsamgangna milli Reykjavíkur og Keflavíkur, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði AEA Technology, Ístaks og TTK að upphæð kr. 12.000.000.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á eldvegg fyrir tölvukerfi OVR frá GSS ehf., að upphæð kr. 5.780.890. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í “Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 3. áfangi – Teigar suður”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði R.B.G. vélaleigu/verktaka ehf, að upphæð kr. 73.243.466 verði tekið.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í “Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 4. áfangi – Teigar norður”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Gröfunnar ehf, að upphæð kr. 59.574.961 verði tekið.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í “Elliðavogsæð – endurnýjun 2001”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði EP vélaleigu ehf. að upphæð kr. 18.915.250.

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í “Borholur RG9 og RG17 – rafkerfi”, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Rafmiðlunar ehf. að upphæð kr. 2.292.007.

8. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á 12 kV rafbúnaði fyrir Aðveitustöð 4, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Orkuvirkis ehf, að upphæð kr. 57.872.183 verði tekið.

9. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi framlengingu samnings við JIP Kugelventiler vegna kaupa á kúlulokum, til tveggja ára. Áætlað verð kr. 8. milljónir. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. þ.m., varðandi kaup á tengiskápum frá ABB Kabeldon, umboð Johan Rönning hf. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði ABB Kabeldon/Johan Rönning hf, að upphæð kr. 23.996.300 verði tekið.

Sigurbjörn Búi Sigurðsson mætti á fundinn vegna máls 1, Þorbergur Karlsson mætti á fundinn vegna máls 2, Arnlaugur Guðmundsson mætti á fundinn vegna máls 3, Indriði Indriðason mætti á fundinn vegna mála 4-7 og Hólmgrímur Þorsteinsson mætti á fundinn vegna mála 8-10.

11. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í ræstingu og næturvörslu í Vesturbæjarlaug, skv. útboði. Frestað.

12. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi kaup á litlum vinnuflokkabíl frá Heklu hf. að upphæð kr. 2.625.000. Samþykkt. Finnbogi Gunnarsson mætti á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í fullnaðarfrágang á viðbyggingu Álftamýrarskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íbyggðar ehf, að upphæð kr. 43.438.625 verði tekið.

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í fullnaðarfrágang D-álmu Árbæjarskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íbyggðar ehf, að upphæð kr. 176.227.471 verði tekið.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í Hólabrekkuskóla 4. áfanga og breytingar á 3. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Auðnutrés ehf, að upphæð kr. 123.514.000 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi heimild til samnings við Ístak hf. um viðbyggingu Ártúnsskóla 3. áfanga. Frestað.

17. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í klæðningu og viðhald utanhúss á 1. áfanga Hólabrekkuskóla, skv. útboði. Samþykkt taka tilboði Auðnutrés ehf. að upphæð kr. 10.792.200 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. 18. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í viðhald þaks á íþróttahúsi Réttarholtsskóla, skv. útboði. Samþykkt taka tilboði Pálmatrés ehf. að upphæð kr. 1.996.580.

19. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar á 3. áfanga Breiðholtsskóla, skv. útboði. Samþykkt taka tilboði Sigurjóns Valdimarssonar að upphæð kr. 8.030.593.

20. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í lóðarfrágang á 5. áfanga Rimaskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Ásbergs ehf. að upphæð kr. 8.372.773.

Einar H. Jónsson og Þorkell Jónsson mættu á fundinn vegna mála 13-20.

21. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi kaup á skólahúsgögnum, skv. verðkönnun. Samþykkt kaup frá eftirtöldum aðilum; Á. Guðmundssyni ehf. fyrir kr. 3.701.275. GKS hf. fyrir kr. 1.924.125. Nýformum fyrir kr. 8.647.464. Inn X ehf. fyrir kr. 322.600. Þráinn Guðmundsson mætti á fundinn vegna málsins.

22. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 23. þ.m., vegna bréfs efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis varðandi frumvarp til laga um opinber innkaup og skipan opinberra framkvæmda. Stjórnin gerði eftirfarandi bókun: Stjórn ISR lýsir yfir vonbrigðum sínum á afgreiðslu borgarráðs á umsögn borgarlögmanns varðandi 2. þátt frumvarps til laga um opinber innkaup. Stjórn ISR fékk frumvarpið til umsagnar frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis en ekkert formlegt samráð var haft við stjórnina vegna umsagnar um frumvarpið. Borgarráði hefði verið í lófa lagið að fá frest hjá þingnefndinni til 30. þ.m., en þá hefði stjórn ISR getað afgreitt málið. 23. Útboðsauglýsingar: BGD – Tennisvellir í Laugardal. BGD – Víkurskóli – málun. GAT – 30 km hverfi og úrbætur á göngu- og hjólaleiðum. GAT – Malbiksyfirlagnir í Reykjavík – útboð 1. GAT – Malbiksyfirlagnir í Reykjavík – útboð 2. GAT – Malbiksyfirlagnir í Reykjavík – útboð 3. GAT – Malbikun gatna í Reykjavík 2001.

Fundi slitið kl. 10:30

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir