Innkauparáð - Fundur nr. 1563

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 23. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1563. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á niðurrifi gömlu Reykjaæðar. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: JG Vinnuvélum, Steypustáli ehf, Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf, IAV hf, EP vélaleigu ehf og Víkurverki hf.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á vararafstöðvum fyrir Smáralind, skv. útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Genetech AB, umboð Brimborg hf, að upphæð kr. 79.751.603, verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á borholudælum frá Floway. Verð kr. 7.700.000 Fob. Samþykkt.

Indriði Indriðason og Hólmgrímur Þorsteinsson mættu á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík dags. 20. þ.m. og bréf Steypustöðvarinnar ehf, dags. s.d., varðandi hellur og steina í 30 km hverfi. Einnig lagt fram bréf B.M.Vallá ehf, dags. 21. þ.m., varðandi sama mál. Frestað.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í brunnlok og niðurföll, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf, að upphæð kr. 11.524.100 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun á umhverfi Hallgrímskirkju, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Bergbrots ehf, að upphæð kr. 45.052.975 verði tekið.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi kaup á leiktækjum, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka frávikstilboði nr. 1 frá Barnasmiðjunni ehf, að upphæð kr. 13.361.179.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í gangstéttir og ræktun útboð I, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði S.T.P. verktaka ehf, að upphæð kr. 26.873.000 verði tekið.

9. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í gangstéttir og ræktun útboð II, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði S.T.P. verktaka ehf, að upphæð kr. 29.529.050 verði tekið.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4-9.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í frágang lóðar við fjögurra deilda leikskóla ásamt sameiginlegri lóð við Háteigsveg 31, skv. útboði. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt að taka tilboði ÞG vinnuvéla ehf, að upphæð kr. 16.327.638 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í pípulagnir í Hafnarstræti 16, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Húsalagna ehf, að upphæð kr. 2.048.673.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í raf- og smáspennulagnir í Hafnarstræti 16, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafsetninga ehf, að upphæð kr. 3.278.952 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í innréttingar í Þorragötu 3, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Smíðastofu T.J.S að upphæð kr. 643.019.

Einar H. Jónsson og Ármann Ó. Sigurðsson mættu á fundinn vegna mála 10-13.

14. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í lokafrágang á húsi og lóð Skútahrauni 6, skv. útboði. Samþykkti að mæla með því að hafnað verði öllum tilboðum og gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Feðga ehf, á grundvelli tilboðs hans. Hrólfur Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

15. Lögð fram bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 10. þ.m., varðandi frumvarp til laga um opinber innkaup og skipan opinberra framkvæmda.

16. Útboðsauglýsingar: LEIK/FÉL – Kaup á ýsuflökum EES. GAT – Gangstígar 2001 – Útboð I.

Fundi slitið kl. 10:15

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir