Innkauparáð - Fundur nr. 1562

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 9. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1562 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í vinnsluboranir í Öndverðarnesi vegna Grímsnesveitu. Samþykkt verðkönnun með þátttöku eftirtalinna aðila: Jarðborana hf, Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða hf og Alvarrs ehf.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi val verktaka í lokað útboð á hrábyggingu höfuðstöðva Orkuveitunnar, skv. forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Höjgaard og Schultz A/S, Höjgaard og Schultz Ísland og Sveinbirni Sigurðssyni hf, Eykt ehf, Ólafi og Gunnari ehf, Íslenskum Aðalverktökum hf, Þ.G. verktökum ehf, Ístaki hf og Byggingafélaginu Viðari ehf.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í “Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 2. áfangi 2001 – Álftamýri o.fl.”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Heimis og Þorgeirs ehf að upphæð kr. 75.938.000 verði tekið.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna endurnýjun rafmagnshluta borholu RG09 og RG17. Samþykkt með þátttöku eftirtalinna: Haralds og Sigurðar ehf, Orkuvirkis ehf, Rafmiðlunar ehf, Rafvers ehf, Sameyjar ehf, Rafkóps-Samvirkis og Rafboða Garðabæ ehf.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í gufuaðveitu, hálokahús og dælustöð, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Vélsmiðjunnar Gils ehf að upphæð kr. 149.959.086 verði tekið.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í uppsetningu og tengingar stýrivélaskápa í Nesjavallavirkjun, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Orkuvirkis ehf að upphæð kr. 3.728.501.

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til samnings við Jarðboranir hf, um borun kaldavatnshola í Grámel. Samningsupphæð kr. 10.000.000. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til samnings við Hörku hf að upphæð kr. 2.317.269, við Vélsmiðju Heiðars ehf að upphæð kr. 4.739.036 og við H&S byggingaverktaka ehf að upphæð kr. 2.795.160, um ýmis verk sem vinna þarf í rekstrarstöðvum Nesjavallavirkjunar. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á götusljósaperum skv.verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Philips, umboð Heimilistæki hf að upphæð kr. 1.547.900 Fob.

10. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. f.m., varðandi heimild til öflunar tilboðs í tengiskápa frá ABB Kabeldon. Samþykkt.

Ásgeir Margeirsson og Þorvaldur St. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-2, Ingólfur Hrólfsson og Indriði Indriðason vegna mála 3-8 og Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson vegna mála 9-10.

11. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun á sandi í sandkössum á leiksvæðum borgarinnar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Vélsmiðju Sigurðar V. Gunnarssonar að upphæð kr. 17.125.000 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

12. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2. þ.m., varðandi heimild til samnings við Vélaverk ehf, um geislun sundlaugavatns í Árbæjarlaug. Samningsupphæð kr. 779.200. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í Selásskóla 5. áfanga, fullnaðarfrágang, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Riss ehf að upphæð kr. 175.419.241 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum..

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í Klébergsskóla uppsteypu og þakfrágang, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Péturs Jökuls Hákonarsonar að upphæð kr. 41.124.960 verði tekið.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í frágang lóðar við fjögurra deilda leikskóla ásamt sameiginlegri lóð við Háteigsveg 31, skv. útboði. Frestað.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í dúkalagnir í ýmsum fasteignum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Þ.G dúkalagna og veggfóðrunar ehf í 19 fasteignir að upphæð kr. 5.190.819 og GLV ehf í 6 fasteignir að upphæð kr. 1.664.150.

17. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6 þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun loftklæðninga í Ölduselsskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Heggs hf að upphæð kr. 911.000.

18. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til viðbótarsamnings við Völundarverk um innréttingar og viðvörunarkerfi í þjónustuhús fyrir ylströnd í Nauthólsvík. Áætluð samningsupphæð 10 – 12 mkr. Samþykkt.

Einar H. Jónsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna mála 13-18.

19. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi kaup á tveimur aldrifssendibílum frá Heklu hf, að upphæð kr. 4.920.000. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi kaup á sláttuvagni frá Vélaveri hf, að upphæð kr. 2.365.500. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á minni sláttutraktorum, skv. verðkönnun. Samþykkt að kaupa 2 stk frá Vetrarsól ehf að upphæð kr. 1.460.000 og 1 stk frá G.Á. Péturssyni að upphæð kr. 332.805.

Finnbogi Gunnarsson mætti á fundinn vegna mála 19-21.

22. Lagt fram bréf Tölvudeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á tölvubúnaði frá Opnum kerfum. Verð kr. 1.177.391. Samþykkt. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.

23. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í PC tölvur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Bræðranna Ormsson að upphæð kr. 3.126.600. Bjarni Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

24. Lagt fram bréf Fjármáladeildar Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í ráðgjöf um áhættustýringu, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Landsbanka Íslands að upphæð kr. 1.500.000.

25. Lagt fram bréf Borgarbókasafns Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á bókasafnsbúnaði frá Ofnasmiðjunni, skv. útboði. Vísað til meðferðar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. 26. Útboðsauglýsingar: ÍTR – Ræsting og næturvarsla í Vesturbæjarlaug. OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 4. áfangi – Teigar norður. GAT – Steyptar gangstéttir og ræktun 2001 – Útboð II. BSJ – Fundarskráningarkerfi. BGD – Álftamýrarskóli – fullnaðarfrágangur viðbyggingar. BGD – Árbæjarskóli – fullnaðarfrágangur. BGD – Tæki í mötuneytiseldhús Borgarskóla. BGD – Rimaskóli – lóðarlögun. BGD – Hólabrekkuskóli 1. áf. – klæðning og viðhald utanhúss. OVR – Grafarholt – yfirborðsfrágangur við geyma.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kjartan Magnússon