Innkauparáð - Fundur nr. 1561

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 2. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1561 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Helgi Pétursson, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. f.m., varðandi tilboð í “Endurnýjun gagnstétta og veitukerfa 1. áfangi 2001 – Hlíðar”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Sveins Skaftasonar að upphæð kr. 89.906.650 verði tekið. Indriði Indriðason mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi kaup á götuljósabúnaði frá Bega, umboð Ískraft hf., að upphæð kr. 2.319.258. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi kaup á dreifispennum frá Efacec að upphæð kr. 1.506.260 fob. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í vegslóða á Reynisvatnsheiði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Jarðvéla sf að upphæð kr. 2.790.000. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4 og 15

5. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi kaup á tveimur bílum frá Ingvari Helgasyni. Kaupverð að frádreginni uppítöku notaðs bíls kr. 1.720.000. Samþykkt. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í lyftu fyrir Árbæjarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Héðins Schindlers hf að upphæð kr. 3.078.000.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í eldhúsinnréttingu að Snorrabraut 52, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Heggs hf að upphæð kr. 1.098.800.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í handrið að Gylfaflöt 9, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Járnsmiðjunnar ehf að upphæð kr. 1.567.500.

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í tölvu- og rafkerfi Langholtsskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafgeisla að upphæð kr. 4.422.644 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í rafkerfi Hagaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar Lárussonar að upphæð kr. 2.896.906 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í lyftu fyrir Hólabrekkuskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Íselekts ehf að upphæð kr. 3.287.500.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6-11, 16 og 17.

12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. f.m., varðandi fundastjórnunar- og fundaskráningarkerfi. Samþykkt. Kristbjörg Stephensen og Ólafur Jónsson mættu á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi, dags. 30. f.m., varðandi heimild til samnings við Íslenskar matvælakynningar sf. um veitingarekstur. Samþykkt. Ólöf Þorleifsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

14. Lagt fram bréf Fjármáladeildar Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í ráðgjöf um áhættustýringu. Frestað. Anna Skúladóttir mætti á fundinn vegna málsins.

15. Lagt fram til kynningar bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 29. f.m., til Sjólagna ehf. varðandi útboð “Klettagarðar aðalútræsi og Sundaræsi”.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. f.m., varðandi heimild til samnings við Eirík Rúnar Þorvarðarson um endurnýjun raflagna í Réttarholtsskóla, á grundvelli tilboðs hans dags. 18. maí 2000. Samningsupphæð ca: 1,5–2 mkr. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í “Selásskóla 5. áfanga – Jarðvinna”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði R.B.G. vélaleigu/verktaka ehf. að upphæð kr. 4.586.750 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum..

14. Útboðsauglýsingar: BGD – Eldhústæki í leikskóla. OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 3. áfangi – Teigar suður. OVR – Elliðavogsæð – endurnýjun. BGD – Suðurborg – endurgerð lóðar. BGD – Hólabrekkuskóli – uppsteypa og fullnaðarfrágangur. GAT – Steyptar gangstéttir og ræktun – útboð 1. GAT – Hellur og steinar.

Fundi slitið kl. 10:15

Helgi Pétursson
Harpa Hrönn Frankelsdóttir
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir