Innkauparáð - Fundur nr. 1560

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 26. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1560 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á stýrivélaefni frá Tölvusölunni að upphæð kr. 7.2 millj. fyrir Nesjavallavirkjun. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á dreifispennum frá Efacec, að upphæð kr. 3.189.000 Fob. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á dropasíum fyrir Nesjavelli, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Koch-Otto York, að upphæð kr. 2.939.742 Fob.

Hólmgrímur Þorsteinsson, Jón Arnar Sigurjónsson og Gunnar A. Sverrisson mættu á fundinn vegna mála 1-3 og 23.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 22. þ.m., varðandi yfirtöku Háfells ehf á verksamningi við Völ hf um “Grafarholt 9. áfanga, gatnagerð og lagnir”. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 23. þ.m., varðandi heimild til samnings við GG lagnir sf, um fóðrun holræsa að upphæð kr. 8.348.113. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 21. þ.m., varðandi heimild til yfirtöku Vegmerkingar ehf á samningi Borgarverks ehf, um fræsun slitlaga 1999-2001. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í leiktæki. Samþykkt lokað útboð með þátttöku eftirtalinna aðila: Leiksmiðjunnar sf, Barnasmiðjunnar ehf og Jóhanns Helga & Co.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til kaupa á graníti frá Geira ehf, að upphæð kr. 5.092.557, vegna framkvæmda í Kvosinni. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í tilhöggna grágrýtispolla, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Þorkels Einarssonar í lið A, að upphæð kr. 980.000 og tilboði S. Helgasonar steinsmiðju í lið B, að upphæð kr. 1.550.160.

10. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 23. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á dælum og stjórnbúnaði í skolpdælustöð Gufunesi. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Fálkanum hf/ABS-Pumpen, Danfoss hf/Flygt AS og Oíufélaginu hf/Sarlin Pumps.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4-10.

11. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 23. þ.m., varðandi yfirtöku Sæþórs ehf á verksamnigi við Völ hf um Kleppsbakka 4. áfanga – lenging í austur. Samþykkt. Hilmar Knudsen mætti á fundinn vegna málsins.

12. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 22. þ.m., varðandi ræstingu og næturvörslu í Vesturbæjarlaug. Samþykkt opið útboð. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi heimild til samninga við Þórhalla Einarsson húsasmíðameistara um yfirtöku á verksamningi við Tré ehf um byggingu fjögurra deilda leikskóla ásamt 13 íbúðum í fjölbýlishúsi Byggingafélags námsmanna við Háteigsveg. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í lyftu í Norðurbrún 1, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Iselekt ehf. að upphæð kr. 3.390.000.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í Grafarvogslaug, kennslu- og lendingarlaug, skv. útboði. Samþykkt að hafna eina tilboðinu sem barst í verkið.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í innréttingu í náttúru- og eðlisfræðistofu Austurbæjarskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Beykis ehf að upphæð kr. 799.000.

Einar H. Jónsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 13-16.

Helgi Pétursson vék af fundi kl. 9:50.

17. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í minni sláttutraktora. Samþykkt verðkönnun.

18. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í sláttuvagna Samþykkt verðkönnun.

19. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á notuðum vörubíl. Kaupverð kr. 4.600.000. Samþykkt.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 17-19 og 20.

20. Lagt fram til kynningar bréf Strætisvagna Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi sjótjón á nýjum vagni SVR. Hörður Gíslason og Jan Jansen mættu á fundinn vegna málsins.

21. Lagt fram bréf Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, dags. 22. þ.m., varðandi útleigu á veitingarekstri í Gerðubergi. Samþykkt. Ólöf Þorleifsdóttir og Sif Gunnarsdóttir mættu á fundinn vegna málsins.

22. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 20. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvubúnað. Samþykkt verðkönnun.

23. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í uppsetningu og tengingar stýrivélaskápa í Nesjavallavirkjun.. Samþykkt verðkönnun með þátttöku eftirtalinna: Hitastýringu hf, Orkuvirkis ehf, Rafrúnar ehf og Rafvers hf.

24. Útboðsauglýsingar: BGD – Réttarholtsskóli – þakviðgerðir. GAT – Skólavörðuholt – endurbætur 3. áfangi. BGD – Breiðholtsskóli 3. áfangi – lóð.

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir