No translated content text
Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 19. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1559 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Helgi Pétursson, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á dreifispennum frá Efacec að upphæð kr. 5.504.200,- fob. Samþykkt.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á götuljósabúnaði frá Philips, umboð Heimilistæki hf., að upphæð kr. 4.772.800,- fob. Samþykkt.
3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi uppsetningu rafbúnaðar í Smáralind, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafals ehf. að upphæð kr. 2.297.648.
4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á liðaverndunarbúnaði í Aðveitustöð 3. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: 1. ABB Relays, umboðsaðili: Johan Rönning hf. 2. GEC Alsthom T&D, umboðsalili: Rafkóp-Samvirki hf. 3. Siemens, umboðsaðili: Smith & Norland hf.
Jón Arnar Sigurjónsson mætti á fundinn vegna mála 1-4.
5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í malbiksviðgerðir 2001, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Loftorku-Reykjavík ehf. að upphæð kr. 59.700.000 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í gangstéttaviðgerðir, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Fjölverks verktaka ehf. að upphæð kr. 47.824.750,- verði tekið.
7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun Sóleyjargötu, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Arnarverks ehf. og Garðyrkjuþjónustunnar ehf. að upphæð kr. 42.053.500 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 5-7.
8. Lagt fram bréf Sjólagna ehf, dags. 8. þ.m., varðandi útboð nr. ISR/0020/GAT “Klettagarðar – Aðalútræsi og Sundaræsi”. Samþykkt að vísa erindinu til gatnamálastjóra og borgarlögmanns, til meðferðar.
9. Lagt fram bréf Byggingadeildar Borgarverkfræðings, dags. 16. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á íbúðum aldraðra, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Jóns Viggóssonar að upphæð kr. 1.807.556,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
10. Lagt fram bréf Byggingadeildar Borgarverkfræðings, dags. 16. þ.m., varðandi tilboð í smíði “hatta”á veggi íbúða aldraðra Lindargötu, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Byggíss ehf. að upphæð kr. 648.500.
Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 9-10.
11. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til framlengingar samnings um skólaakstur við Hópferðamiðstöðina ehf. til eins árs. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í húsgögn í grunnskóla Reykjavíkur. Samþykkt verðkönnun.
Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 11-12.
13. Útboðsauglýsingar: HNR – Gerð skiptayfirlýsinga. SLH – 2 slökkvibílar (EES). GAR – Sandskipti 200. BGD – Klébergsskóli, uppsteypa og þakfrágangur. BGD – Selásskóli, uppsteypa og fullnaðarfrágangur. SLH – Fullklárað hús við Skútahraun 6. BGD – Lyfta í viðbyggingu Árbæjarskóla.
Fundi slitið kl. 9:50
Helgi Pétursson
Harpa Hrönn Frankelsdóttir
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir