Innkauparáð - Fundur nr. 1558

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 12. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1558 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í endurskipulag varmastöðvar í Nesjavallavirkjun, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Teknís ehf, að upphæð kr. 33.451.130 verði tekið.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í eftirlit með framkvæmdum við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar, skv. forvali (EES). Samþykkt að bjóða eftirtöldum aðilum þátttöku: 1. Fjölhönnun ehf, Lagnatækni ehf og Raftæknistofunni ehf. 2. Hnit hf, Afli ehf og Verkfræðistofunni Afli og Orku ehf. 3. Hönnun hf og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar hf. 4. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í smíði og uppsetningu aðaltöflu í dælustöð í Grafarholti, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Sameyjar ehf (leið 2) að upphæð kr. 4.842.338 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í búnað og þjónustu vegna mælaprófana, skv. útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Frumherja hf í búnað að upphæð kr. 259.250.625 án vsk og tilboði í þjónustu sölumælinga að upphæð kr. 1.134.034.420 með vsk til fimm ára verði tekið.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á rafstöð fyrir metan í Álfsnesi, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við Pro2 Anlagentechnik GmbH á grundvelli tilboðs þess að upphæð kr. 31.905.826.

Helgi Pétursson vék að fundi kl. 9:45.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á svörtu pípuefni, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Rautarukki umboð Adolf Bjarnason, í pípur að upphæð kr. 7.143.414 Fob og tilboði Mannesmann umboð Adolf Bjarnason, í fittings að upphæð kr. 9.160.923 Fob.

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á keilulaga götuljósastólpum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sandblásturs og málmhúðunar hf að upphæð kr. 17.652.470.

8. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á stjórnlokum frá Sigurd Sörum AS að upphæð kr. 1.758.000 Fob. Samþykkt.

Gunnar A. Sverrisson, Indriði Indriðason, Þorvaldur St. Jónsson, Þorleifur Finnsson, Bergþór Þormóðsson, Jón Arnar Sigurjónsson og Hólmgrímur Þorsteinsson mættu á fundinn vegna mála 1-8.

9. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 26. f.m., varðandi kaup á rennslismælum frá Danfoss hf að upphæð kr. 2.056.820 og suðufittings frá Málmtækni hf að upphæð kr. 464.469. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í steypta kantsteina, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Véltækni ehf að upphæð kr. 57.115.748 verði tekið.

11. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í lagfæringar á brúm yfir Elliðaár og Bíldshöfða, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Byggís ehf að upphæð kr. 17.463.000 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

12. Lagt fram til kynningar bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 6. þ.m., varðandi erindi Sjólagna ehf, dags. 8. f.m., um tilboð fyrirtækisins í lagningu aðalútræsis frá Klettagörðum og Sundaræsi.

13. Lagt fram bréf Vegamáls ehf, dags. 28. f.m., varðandi samningi um gatnamerkingar 1999-2002. Samþykkt að vísa erindinu til gatnamálastjóra og borgarlögmanns til umsagnar.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 9-12.

14. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í þakviðgerðir á Seljaskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Byggingafélagsins Boga ehf, að upphæð kr. 14.750.950.

15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á fasteignum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurðar Eyþórssonar í eina fasteign að upphæð kr. 275.000 og tilboði G.Á. verktaka sf í tvær fasteignir að upphæð kr. 1.126.800.

16. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í smíði glerhurða í Ráðhús Reykjavíkur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sökkuls hf að upphæð kr. 1.271.518.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 14-16.

17. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til samnings við Smartkort ehf um rafrænt miðakerfi á grundvelli tilboðs þess að upphæð kr. 10.651.119. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf tölvudeildar borgarverkfræðings og Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í víðnetsbúnað. Samþykkt verðkönnun. Skúli Skúlason og Steinþór Einarsson mættu á fundinn vegna mála 17-18 og Eggert Ólafsson vegna máls 18.

19. Útboðsauglýsingar: OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 2. áfangi – Álftamýri. FMR – kaup á 600 tölvum (EES).. BGD – Selásskóli – jarðvinna. BGD – Dúkalagnir 2001.

Fundi slitið kl. 10:30

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir