Innkauparáð - Fundur nr. 1557

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 5. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1557 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Kristján Guðmundsson. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í uppsetningu einingadreifistöðvar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við Borgarráð að tilboði Matthíasar ehf. að upphæð kr. 27.579.563 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi framkvæmdir í rekstrarstöðvun Nesjavallavirkjunnar. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi kaup á lágspennuskápum í dreifistöðvar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafkóps – Samvirkja hf. í B1 skápa að upphæð kr. 7.200.000 og tilboði Sameyjar ehf. í B2 skápa að uppæð kr. 2.885.856.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. f.m., varðandi kaup á götuljósabúnaði frá Thorn, umboð Johan Rönning hf. að upphæð kr. 6.352.500 fob. Samþykkt

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á eirvír, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Elektrokoppar, umboð Johan Rönning hf., að upphæð kr. 1.390.612 fob.

Gunnar A. Sverrisson, Jón Arnar Sigurjónsson og Indriði Indriðason mættu á fundinn vegna mála 1-5.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í utanhússviðhald á Droplaugarstöðum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Múr- og Málningarþjónustunnar Hafnar ehf. að upphæð kr. 3.236.500.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í smíði fatahólfa og bekkja í leikskólann Sólhlíð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Auðnutrés, að upphæð kr. 890.620 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við Hólabrekkuskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Þ.S. verktaka ehf., að upphæð kr. 3.484.865.

Ámundi Brynjólfsson mætti á fundinn vegna mála 6-8.

9. Útboðsauglýsingar: OVR – Hrá bygging höfuðstöðva (EES). OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 1. áfangi – Hlíðar. GAT – Sóleyjargata endurnýjun - gatnagerð og lagnir. GAT – Gangstéttaviðgerðir. GAT – Malbiksviðgerðir. BGD – Kennslu- og lendingarlaug í Íþróttamiðstöð Grafarvogs.

Fundi slitið kl. 9:15

Helgi Pétursson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Kristján Guðmundsson