Innkauparáð - Fundur nr. 1556

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 26. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1556 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra, Marinós Þorsteinssonar: Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. þ.m., varðandi tilboð í einingadreifistöðvar, áleiningar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Blikksmiðjunnar Borgar ehf, að upphæð kr. 7.128.000.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á uppsteypu höfuðstöðva (EES). Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á aðaldreifiskápum og tengingu fyrir Smáralind, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka frávikstilboði Harald og Sigurðar ehf, kr. 17.991.576.+

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á “ductile” pípum og “fittings”, skv. útboði. Smþykkt að taka tilboðum Saint-Gobein Gussrohr, umboð Adolf Bjarnason að upphæð kr. 11.239.600 Fob í pípur og Düker, umboð Vatnsvirkinn hf að upphæð kr. 2.000.700 Fob í “fittings”.

Jón Arnar Sigurjónsson og Indriði Indriðason mættu á fundinn vegna mála 1-4.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til samnings við Ístak hf um framkvæmdir og endurnýjun gatna og gönguleiða í Kvosinni. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt að legga til við borgarráð að samningurinn verði gerður í samræmi við bréf Gatnamálastjóra. Áætlaður heildarkostnaður um 230 mkr. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í myndavélakerfi í bílastæðahús Vitatorgi, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Securitas ehf að upphæð kr. 5.468.337. Sjá tilboðin sem bárust.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í brunaviðvörunarkerfi í Foldaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Vara ehf, að upphæð kr. 1.365.387.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi hreimild til lokaðs útboðs á endurmálun í íbúðum aldraðra. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Gunnari Erni ehf, Jóni A. Viggóssyni, Sigurjóni Björnssyni og Jóhanni Steimann.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6-8.

9. Lagt fram bréf Garðyrkjustjóra, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á dráttarvél frá Skógrækt Reykjavíkur. Verð kr. 1.245.000. Samþykkt. Einar Erlendsson mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 22. þ.m., varðandi samning við Gólfklúbb Reykjavíkur um slátt á íþróttasvæðum í Reykjavík fyrir árið 2001. Samningsupphæð kr. 1.345.520. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

11. Útboðsauglýsingar: BGD – Norðurbrún 1 - lyfta. BGD – Hólabrekkuskóli – lyfta OVR – Nesjavallavirkjun. Gufuaðveita, hálokahús, dælustöð.

Fundi slitið kl. 9:40

Helgi Pétursson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson