Innkauparáð - Fundur nr. 1555

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR Ár 2001, mánudaginn 19. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1555 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson. Þetta gerðist: 1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi viðbótarkaup á 12kV SF6 gaseinangruðum rafbúnaði í dreifistöðvar frá Efacec, umboð Jóhanna Tryggvadóttir. Verð kr. 4.655.800 Fob. Samþykkt. 2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á 12kV SF6 gaseinanguðum rafbúnaði í Smáralind, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum, Siemens, umboð Smith og Norland hf að upphæð kr. 513.800 Fob og ABB, umboð Volti hf að upphæð kr. 2.849.600 Fob. 3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi kaup á þrýstiskynjurum í dælustöð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Siemens, umboð Smith og Norland hf, að upphæð kr. 1.219.600 Fob. Jón Arnar Sigurjónsson og Hjörtur Snorrason mættu á fundinn vegna mála 1-3. 4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í malbikun gatna í Grafarholti, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf, kr. 32.568.899 verði tekið. [Sjá tilboðin sem bárust.] 5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á holræsarörum, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Pípugerðarinnar hf, kr. 153.639.542 verði tekið. [Sjá tilboðin sem bárust] 6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til samnings við Ístak hf um framkvæmdir við endurnýjun gatna og gönguleiða í Kvosinni. Frestað. Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 4-6. 7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 16. þ.m., varðandi tilboð í einangrun gólfa í Breiðagerðisskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Einars Sigurðssonar að upphæð kr. 1.585.500 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Friðgeir Indriðason mætti á fundinn vegna málsins. 8. Lagt fram bréf Rekstrar- og þjónustuskrifstofu Ráðhúss, dags. 7. þ.m., varðandi heimild til samnings við Form.is um uppsetningar á hugbúnaði og þróunar á sviði rafrænna viðskipta. Samþykkt. Ólafur Jónsson og Guðmundur Tómasson mættu á fundinn vegna málsins. 9. Útboðsauglýsingar: GAT – Steyptir kantsteinar 2001-2003. BGD – Þakviðgerðir á Seljaskóla Fundi slitið kl. 9:45 Alfreð Þorsteinsson Helgi Pétursson Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir