Innkauparáð - Fundur nr. 1554

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR Ár 2001, mánudaginn 12. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1554 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Helgi Pétursson, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins. Þetta gerðist: 1. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi samning um byggingu og rekstur knattspyrnuhúss við Víkurveg, sbr. samþykkt borgarráðs 6. þ.m. Samþykkt. Stefán Hermannsson mætti á fundinn vegna málsins. 2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í renniloka fyrir Nesjavallavirkjun, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði MSA í Tékklandi, að upphæð kr. 7.561.733,- Fob. [Sjá tilboðin sem bárust] 3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á snjóplóg frá Orra ehf að upphæð kr. 1.300.000,- Samþykkt. Hólmgrímur Þorsteinsson mætti á fundinn vegna mála 2-3. 4. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í Dýpkun Kleppsvíkur 2001-2003”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 193.865.499 verði tekið. [Sjá tilboðin sem bárust.] Hilmar Knudsen mætti á fundinn vegna málsins. 5. Lagt fram bréf Byggingardeildar Borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun ýmissa fasteigna, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtalinna aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Jóhanns Sigurjónssonar kr. 1.256.900 í 3 fasteignir Spartlarans ehf kr. 128.420 í 1 fasteign Nýmálunar ehf kr. 1.264.200 í 3 fasteignir Jóns Viggósonar kr. 279.850 í 4 fasteignir Sigurðar Eyþórssonar kr. 971.950 í 7 fasteignir GÁ verktakar kr. 375.350 í 2 fasteignir [Sjá tilboðin sem bárust.] Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins. 6. Lagt fram bréf Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á tölvubúnaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf. að upphæð kr. 2.635.990,-. Skúli Skúlason mætti á fundinn vegna málsins. 7. Lagt fram bréf Sjólagna ehf., dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í lagningu aðalútræsis frá hreinsistöð við Klettagarða og Sundarræsi. Samþykkt að vísa erindinu til gatnamálastjóra. 8. Lagt fram bréf gatnamálastjóra ehf., dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í gerð mislægra gatnamóta Reykjanes- og Breiðholtsbrautar. (Lagt fram til kynningar). 9. Útboðsauglýsingar: OVR – Reisning 27 dreifistöðva. OVR – Sex vararafstöðvar ásamt búnaði. BGD – Frágangur lóðar við leikskóla og sameiginlegri lóð Byggingaf.námsmanna. GAT – Elliðaárbrýr við Bíldshöfða, endurbætur og viðhald. Fundi slitið kl. 9:40 Helgi Pétursson Harpa Hrönn Frankelsdóttir Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Haukur Leósson Jóna Gróa Sigurðardóttir