Innkauparáð - Fundur nr. 1553

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR Ár 2001, mánudaginn 5. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1553 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson. Þetta gerðist: 1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á plastpípum í borvatnsveitur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Set að upphæð kr. 4.100.000. 2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi kaup á dreifispennum frá Efacec, umboð Jóhanna Tryggvadóttir. Verð kr. 4.045.000 Fob. Samþykkt. 3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. f.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á lágspennuskápum. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Orkuvirki hf, Rafmiðlun hf, Samey hf, Harald og Sigurði hf og Rafkóp-Samvirki hf. 4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á 1 kV og 12 kV rafstrengjum, skv. útboði. (EES) Samþykkt að leggja til við borgarráð að taka tilboðum Ericsson Network umboð Johan Rönning hf, kr. 127.980.000 í 1 kV og kr. 109.169.000 í 12 kV. [Sjá tilboðin sem bárust í 1 kV] [Sjá tilboðin sem bárust í 12 kV] 5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. f.m., varðandi tilboð í borun hitastigulshola, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Jarðborana hf að upphæð kr. 5.996.000. [Sjá tilboðin sem bárust] 6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í byggingu þjónustumiðstöðvar í Hvammsvík, skv. útboði. Samþykkt að hafna öllum tilboðum og fella útboðið úr gildi. [Sjá tilboðin sem bárust] Hólmgrímur Þorsteinsson, Jón Arnar Sigurjónsson, Indriði Indriðason og Halldór B. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-6. 7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir í Grafarholti 9. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Valar hf., kr. 36.964.536 verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. [Sjá tilboðin sem bárust] 8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 2. þ.m. varðandi tilboð í lagningu aðalútræsis frá hreinsistöð við Klettagarða og Sundaræsi, skv. útboði. (EES) Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Ístaks hf., kr. 953.723.704 verði tekið [Sjá tilboðin sem bárust] Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 7 og 8. 9. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun fasteigna ÍTR og bókasafna, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtalinna aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Jóns G. Þórarinssonar kr. 3.870.700 í 8 fasteignir GÁ verktaka sf kr. 1.031.800 í 4 fasteignir Sigurðar Eyþórssonar kr. 2.162.400 í 4 fasteignir. [Sjá tilboðin sem bárust] 10. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 31. f.m., varðandi byggingu sorptunnugeymslu við Húsaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Smiðjustáls að upphæð kr. 1.065.012 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. 11. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 2. þ.m., varðandi endurnýjun glugga í Tónabæ, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar og Steingríms að upphæð kr. 674.000. Einar H. Jónson og Jóhannes Benediktsson mættu á fundinn vegna mála 9-11. 12. Lagt fram bréf Garðyrkjustjóra dags. 29. f.m., varðandi kaup á rafmagnsbifreið frá Vetrarsól. Verð kr. 950.000. Samþykkt. Einar Erlendsson mætti á fundinn vegna málsins. 13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. f.m., varðandi kaup á öryggismyndavélum fyrir Seljaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Vörutækni að upphæð kr. 1.278.923. Þráinn Guðmundsson mætti á fundinn vegna málsins. 14. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á tölvum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf að upphæð kr. 4.796.000. Sveinn F. Sveinsson mætti á fundinn vegna málsins. 15. Lagt fram til kynningar bréf Sorpu, dags. 15. f.m., varðandi tilboð í gámaleigu og flutninga fyrir þrjár endurvinnslustöðvar, skv. útboði. [Sjá tilboðin sem bárust] 16. Útboðsauglýsingar: OVR – FORVAL; Eftirlit vegna byggingar höfuðst. OR OVR – Ductile pípur og fittings BGD – Hólabrekkuskóli – jarðvinna OVR – Um 1000 kVA rafstöð GAT – Malbikun gatna í Grafarholti 2001 OVR – Endurskipulagning í varmastöð 4. áfanga Nesjavallavirkjunar. BGD – TIL SÖLU; Gæsluvallarhús OVR – Smíði áleininga í 27 dreifistöðvar. Fundi slitið kl. 10:00 Alfreð Þorsteinsson Helgi Pétursson Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir