Innkauparáð - Fundur nr. 1552

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 22. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1552 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19. þ.m., varðandi kaup á mjúkræsum og tíðnibreytum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Johan Rönning hf að upphæð kr. 2.394.321. Hólmgrímur Þorsteinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir í Grafarholti 8. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðvéla sf., kr. 35.019.243 verði tekið.

3.Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. f.m. og bréf borgarlögmanns dags. 19. þ.m., varðandi leiðréttingu á verðbótum fyrir jarðvinnu, vegna olíuverðhækkana. (Frestað á síðasta 15.þ.m.). Samþykkt.

Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 2 og 3.

4. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi heimild til samnings við GR verktaka um frágang á þökum D-álmu Árbæjarskóla. Samningsupphæð kr. 16.865.000. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf Byggingardeildar Borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi kaup á munaskápum í Borgarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Bedco og Mathiesen að upphæð kr. 992.034.

Þorkell Jónsson, Sighvatur Arnarsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 19. þ.m., varðandi kaup á hreyfilhiturum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Bílanausts hf. að upphæð kr. 808.627. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 19. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvubúnað. Samþykkt verðkönnun. Sveinn F. Sveinsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 10. þ.m., varðandi slátt á íþróttasvæðum. (Frestað á síðasta fundi). Staðfest samþykkt stjórnar frá 30. október s.l.

9 Útboðsauglýsingar: OVR – Svart pípuefni og tengistykki. BGD – Málun á ýmsum fasteignum. SVR – 25 lággólfsstrætisvagnar (EES).

Fundi slitið kl. 9:40

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir