Innkauparáð - Fundur nr. 1551

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 15. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1551 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til öflunar verðtilboða í álagsrofa fyrir Smáralind. Samþykkt verðkönnun.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., heimild til öflunar verðtilboðs í dreifispenna fyrir Smáralind, frá Efacec. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna borunar hitastigshola í Öndverðanesi. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Jarðborunum hf. og Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

Jón Arnar Sigurjónsson og Sigurbjörn Búi Sigurðsson mættu á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í salt til hálkueyðingar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Saltkaupa hf. að upphæð kr. 112.890.375 verði tekið. Hlutur Reykjavíkurborgar um það bil 60,0 mkr.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til samnings við Hreinsitækni ehf. um grasslátt og snjóhreinsun 2001-2003. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samnings við Hreinsitækni ehf. á grundvelli tilboðs þess að upphæð kr. 82.180.620 fyrir árin 2001-2003.

Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4 og 5.

6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á sanddreifurum fyrir traktora, skv. verðkönnun. Samþykkt að kaupa einn dreifara frá A. Wendel ehf. að upphæð kr. 605.556 og annan dreifara frá Besta ehf. að upphæð kr. 1.407.161.

7. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til kaupa á notaðri dráttarvél fyrir Heiðmörk að upphæð kr. 3.112.500. Samþykkt

Hersir Oddson mætti á fundinn vegna mála 6 og 7.

8. Lagt fram bréf Byggingardeildar Borgarverkfræðings, dags. 12. þ.m., varðandi samning við Íbyggð ehf. um uppsteypu húss og smíði þaks vegna viðbyggingar við Álftamýrarskóla. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við Íbyggð ehf., á grundvelli tilboðs þess að upphæð kr. 32.563.930.

9. Lagt fram bréf Byggingardeildar Borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á leikskólum Reykjavíkur, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtalinna með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhag og lögbundnum opinberum gjöldum: Nýmálunar ehf. Kr. 3.268.300,- (10 fasteignir). Marinós Björnssonar. Kr. 121.111,- (1 fasteign). Jóhanns Steimann. Kr. 2.524.022,- (6 fasteignir). Málarameistara ehf. Kr. 3.201.646,- (15 fasteignir). Hannesar Valgeirssonar. Kr. 242.350,- (2 fasteignir). Sigurðar Eyþórssonar. Kr. 457.800,- (1 fasteign).

10. Lagt fram bréf Byggingardeildar Borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi útboð á endurmálun á grunnskólum Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði Ísmáls ehf. að upphæð kr. 417.000.

Þorkell Jónsson og Einar Jónsson mættu á fundinn vegna mála 8-10.

11. Lagt fram bréf Strætisvagna Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á bíl fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra frá Ræsi hf. að upphæð kr. 3.983.000. Samþykkt. Hörður Gíslason mætti á fundinn vegna málsins.

12. Lagt fram bréf Garðyrkjustjórans í Reykjavík, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á ræktunarborðum frá Frjóa hf. í gróðurhús Ræktunarstöðvar í Fossvogi, að upphæð kr. 3.249.266. Samþykkt. Jóhann Pálsson mætti á fundinn vegna málsins.

13. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á skjalaskápum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rýmis að upphæð kr. 1.652.205. Alfa Kristjánsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

14. Lagt fram bréf Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur, dags. 10. þ.m, varðandi heimild til öflunar verðtilboða í tölvubúnað. Samþykkt verðkönnun.

15. Lögð fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 3. þ.m, bréf Sævers hf. dags. 4. þ.m., bréf borgarlögmanns dags. 24. nóvember s.l. og bréf dags. 11. þ.m., tölvubréf V. Þ. V. til borgarlögmanns og svarbréf hans dags. 8. þ.m. varðandi samning um kaup á ýsuflökum. (Málinu frestað á síðasta fundi stjórnar ISR). Lögð fram eftirfarandi bókun: Stjórn ISR lýsir sig sammála áliti borgarlögmanns vegna kaupa á ýsuflökum dags. 11. janúar 2000. Í bréfi forstöðumanns Leikskóla Reykjavíkur dags. 3. jan. 2001, er hins vegar mælt gegn því að samningi við Sæver ehf. verði rift. Með vísan til g. 7.2. í samþykkt fyrir Innkaupastofnun þykir rétt að vísa málinu til afgreiðslu borgarráðs.

16. Lagt fram yfirlit Félagsþjónustunnar varðandi kaup á fiski.

17. Útboðsauglýsingar: GAT – Grafarholt 9. áfangi. BGD – Málun fasteigna ÍTR og bókasafna.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir