Innkauparáð - Fundur nr 1550

Innkauparáð

www.reykjavik.is/innkaupastofnun

3

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 8. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1550 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í uppsetningu búnaðar í dælustöð Grafarholti, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Viðars Þorkelssonar, Finnbjörns Kristjánssonar og Arnar Oddgeirssonar að upphæð kr. 17.019.293.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í smíði á skiljum í Nesjavallavirkjun, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Vélsmiðjunnar Gils ehf, kr. 31.597.600 verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í rafbúnað og raflagnir í Nesjavallavirkjun, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Orkuvirki hf að upphæð kr. 15.340.828.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í smíði gufuháfa í Nesjavallavirkjun, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Héðins hf að upphæð kr. 29.379.423 verði tekið.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboðs í borun kaldavatnsholu frá Jarðborunum hf. Samþykkt

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi kaup á orkumælum frá Kamstrup a/s. Verð kr. 2.376.400 ex.w. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi kaup á segulsviðs- og rennslismælum frá Danfoss . Verð kr. 1.026.147. Samþykkt.

Indriði Indriðason, Ingólfur Hrólfsson, Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-7.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 22. f.m., varðandi tilboð í 2. áfanga Leirdalsræsis í Grafarholti, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Bergbrots ehf kr. 45.726.215 verði tekið.

9. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 22þ.m., varðandi leiðréttingu á verðbótum fyrir jarðvinnuverk vegna olíuverðhækkana. Frestað. Samþykkt að óska eftir áliti borgarlögmanns á fordæmisáhrifum.

Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 8-9.

10. Lagt fram bréf Íþrótta-og tómstundaráðs dags. 4. þ.m., varðandi slátt á íþróttasvæðum. Frestað.

11. Lagt fram bréf Íþrótta-og tómstundaráðs dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í prentun á sumarstarfsbæklingi 2001, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Grafík hf að upphæð kr. 1.676.039.

12. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar, dags. 4. þ.m., varðandi kaup á leiktækjum fyrir skíðasvæði frá Borer Lift AG. Áætlað verð kr. 3.300.000. Samþykkt.

Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna mála 10-12.

13. Lagt fram bréf byggingadeildar, dags. 55. þ.m., varðandi tilboð í byggingu eldhúss fyrir mötuneyti í Breiðholsskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Óla Þ. Óskarssonar að upphæð kr. 10.725.624 með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Sighvatur Arnarsson mætti á fundinn vegna málsins.

14. Lagt fram bréf Strætisvagna Reykjavíkur, dags. 27. f.m, varðandi kaup á notuðum sendibíl frá Heklu hf. Verð kr. 1.350.000. Samþykkt. Hörður Gíslason mætti á fundinn vegna málsins.

15. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 4. þ.m, varðandi samning við Ístak hf um breytingu á inngangi. Samningverð u.þ.b. 30 mkr. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður. Helgi Laxdal mætti á fundinn vegna málsins.

16. Lagt fram bréf Garðyrkjustjóra, dags. 28. f.m., varðandi kaup á trjákurlara frá Merkúr hf. Verð kr. 3.193.425. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Þróunar-og fjölskyldudeildar, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í prentun Árbókar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Hjá Guðjóni Ó ehf að upphæð kr. 672.300. Ása Kolka Haraldsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

18. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 3. þ.m, og Sævers ehf dags. 4. þ.m. og bréf borgarlögmanns dags. 24. nóvember s.l. varðandi samning um kaup á ýsuflökum. (Málinu frestað á fundi 27. nóv. s.l.) Einnig var lagt fram á fundinum tölvubréf frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til borgarlögmanns og svarbréf hans dags. 8. þ.m. Frestað. Bergur Felixsson mætti á fundinn vegna málsins.

19. Lagt fram yfirlit Reykjavíkurhafnar, dags. í nóvember 2000 um kostnað við olíubryggju í Örfirisey og samanburður á áætlun og raunkostnaði (sent til fróðleiks).

20. Útboðsauglýsingar: OVR – Þjónustumiðstöð í Hvammsvík í Kjós.

Fundi slitið kl. 10:40

Alfreð Þorsteinsson
Harpa Hrönn Frankelsdóttir Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir