Innkauparáð - Fundur nr. 14

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, fimmtudaginn 3. júlí, var haldinn 14. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Steingrímur Ólafsson frá Innkaupastofnun. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 20. f.m. um tilboð í viðbyggingu Langholtsskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Byggingafélagsins Baulu, að fjárhæð kr. 96.030.682. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Sighvatur Arnarsson mættu á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 23. f.m. um tilboð í lagningu gangstíga 2003 – útboð II. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Urðar og grjóts ehf., að fjárhæð kr. 53.599.936. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar frá 23. f.m. um tilboð í kaup á búnaði fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samþykkt að taka tilboði Pennans, að fjárhæð kr. 17.386.494 án vsk. Hafsteinn Sævarsson mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 24. f.m. ásamt bréfi Exton-hljóðs ehf. til Innkaupastofnunar, dags. 20. s.m., um tilboð sem tekið var í hljóðkerfi o.fl. vegna 17. júní. Frestað.

5. Lögð fram skýrsla um frávik borgarstofnana og –fyrirtækja frá reglum Reykjavíkurborgar um innkaup á árunum 2000 og 2001.

- Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 7. júlí kl. 14.00.

Fundi slitið kl. 13.15.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson