Innkauparáð - Fundur nr. 13

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 23. júní, var haldinn 13. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Voru þá komnir til fundar Hrólfur Ölvisson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu og Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að samið verði við Ístak hf. sem aðalverktaka við stjórnun framkvæmda o.fl. við fullnaðarfrágang innilaugar í Laugardal að innan. Samþykkt með þeim fyrirvara að grein 3.3 í drögum að verksamningi falli á brott.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtaldir verktakar fái að taka þátt í lokuðu alútboði vegna leikskólabyggingar á lóð nr. 19 við Stakkahlíð:

Eykt ehf. Spöng ehf. Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Þ.G. verktakar ehf.

Samþykkt.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtaldir verktakar fái að taka þátt í lokuðu alútboði vegna byggingar grunn- og leikskóla í Staðahverfi:

Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Eykt ehf. ÍAV hf. Ístak hf. Keflavíkurverktakar hf.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.45.

Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson