No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 12. apríl, var haldinn 114. fundur í innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnfram sátu fundinn Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskirfstofu, og Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingu á Lögfræðiskrifstofu sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs dags. 20. mars sl. um að heimiluð verði bein samningskaup við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um nýjan leikskóla við Safamýri 32 – Álftaborg.
Frestað.
2. Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 11. apríl 2006 um leiðréttingu á tilboði Vélamiðstöðvarinnar ehf. í útboðið leiga og viðhald á metanknúnum sorpbílum, en tillaga um að ganga að tilboðinu var samþykkt í innkauparáði 29. mars sl.
Innkauparáð hafnar erindinu.
3. Kynning á niðurstöðum í kjötútboði.
Fundi slitið kl. 15:55
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigurveinsson Haukur Leósson