Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, miðvikudaginn 11. júní var haldinn 11. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Steinar Harðarson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir og Steingrímur Ólafsson frá Innkaupastofnun. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 3. þ.m. um tilboð í endurnýjun á Bæjarhálsi frá Bitruhálsi að Suðurlandsvegi. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Urðar og Grjóts ehf., að fjárhæð kr. 65.898.500.
2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. um tilboð í eftirfarandi kaup: I. tilboð í steypt holræsarör og brunna sem fyrirhugað er að nota á næstu þremur til fjórum árum.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Borgarnesi ehf., að fjárhæð kr. 99.300.158. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
II. tilboð í kaup á stærri holræsarörum og brunnum sem fyrirhugað er að nota nú í ár. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Borgarnesi ehf., að fjárhæð kr. 14.865.580. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. um kaup á gangstéttarhellum, sbr. samþykkt borgarráðs 10. þ.m.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-3.
4. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10. þ.m. um tilboð í uppsteypu á Ingunnarskóla við Maríubaug. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Mark-húsar ehf., að fjárhæð kr. 199.536.173, með fyrirvara um verktryggingu.
5. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10. þ.m. um fullnaðarfrágang að innan í innisundlaug í Laugardal og stjórnun og rekstur vinnustaðar. Frestað.
Guðmundur Pálmi Kristinsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna mála 4 og 5.
6. Lagt fram bréf Félagsþjónustu, Leikskóla og Fræðslumiðstöðvar frá 10. þ.m. um útboð á fiski fyrir framangreindar stofnanir. Jafnframt lagt fram minnisblað Innkaupastofnunar og Félagsþjónustunnar frá 26. f.m. varðandi málið. Samþykkt að taka tilboði Djúpalóns, að fjárhæð kr. 18.300.000, fyrir Leikskóla Reykjavíkur og tilboði Sjófisks, að fjárhæð kr. 12.584.000, fyrir Félagsþjónustuna og tilboði Sjófisks, að fjárhæð kr. 14.475.000, fyrir Fræðslumiðstöð. Garðar Jóhannsson og Hafsteinn Sævarsson mættu á fundinn vegna málsins.
7. Lagt fram bréf deildarstjóra fræðsludeildar Fræðslumiðstöðvar frá 10. þ.m. um tilboð í húsgögn fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Frestað.
8. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 10. þ.m., um viðskipti stofnunarinnar í maí.
9. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 4. þ.m., í máli nr. 9/2003, Deloitte & Touche gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 15.30.
Hrólfur Ölvisson
Steinar Harðarson Haukur Leósson