Innkauparáð - Fundur nr. 10

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 26. maí, var haldinn 10. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.30. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn, frá Innkaupastofnun, Sjöfn Kristjánsdóttir og Steingrímur Ólafsson. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 21. þ.m. um tilboð í malbiksyfirlagnir í sumar, fyrsta af þremur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða að fjárhæð kr. 83.854.815.

2. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Gatnamálastofu frá 23. þ.m. um tilboð í malbiksyfirlagnir í sumar, annað af þremur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf., að fjárhæð kr. 76.400.000.

3. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Gatnamálastofu frá 23. þ.m. um tilboð í malbiksyfirlagnir í sumar, þriðja af þremur. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða að fjárhæð kr. 85.083.633.

4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 15. þ.m. um að BJ verktakar ehf. hafi óskað eftir að falla frá tilboði sínu í gerð 30 km hverfa, en verktaki er bundinn af tilboðinu.

Guðbjartur Sigfússon og Ólafur Stefánsson mættu á fundinn vegna mála 1-4.

5. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 20. þ.m. um tilboð í endurskipulagningu innanhúss í Hamraskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sökkuls ehf., að fjárhæð kr. 49.484.780. Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram að nýju bréf Félagsþjónustu, Leikskóla og Fræðslumiðstöðvar frá 12. þ.m. um tilboð í innkaup á fiski fyrir framangreindar stofnanir. Frestað. Garðar Jóhannsson og Hafsteinn Sævarsson mættu á fundinn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 14.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson