Innkauparáð - Fundur nr. 1

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 19. febrúar, var haldinn 1. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Gunnar Eydal, Sjöfn Kristjánsdóttir og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 30. f.m. um skipan Innkauparáðs. Eftirtaldir aðilar voru skipaðir til júní n.k.:

Hrólfur Ölvisson, formaður Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson Til vara: Guðmundur Lúther Loftsson Steinar Harðarson Benedikt Geirsson

2. Lögð fram samþykkt fyrir Innkauparáð. Samþykkt að forstjóri Innkaupastofnunar sitji fundi ráðsins. Ákveðið að fundir ráðsins verði annan miðvikudag í mánuði kl. 14.00.

3. Rætt um túlkun á 3., 7., 9., 16. og 18. gr. samþykktar fyrir Innkauparáð.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 13. þ.m. um tilboð í Sundmiðstöð í Laugardal, uppsteypu og ytri frágang. Samþykkt að taka tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 352.903.207. Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. þ.m. varðandi samning við Smartkort, sbr. fyrirspurn Hauks Leóssonar frá 14. s.m.

Fundi slitið kl. 15.00.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursviensson Haukur Leósson