Innkaupa- og framkvæmdaráð - og framkvæmdaráðsfundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 16. mars var haldinn 105. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Björn Gíslason, Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sat fundinn í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kosning varaformanns.

    Lögð fram tillaga formanns Innkaupa- og framkvæmdaráðs þess efnis að Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir frá Pírötum, verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs. Einnig var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Sandra Hlíf Ocares verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs. FAS23010067

    Fulltrúi Pírata Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir var kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar.

  2. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 10. mars 2023, merkt FAS22050038, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Saltpay IIB hf. í EES útboði nr. 15723 - Færsluhirðing greiðslukorta. FAS23010104

    Samþykkt.

    Helga Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar skrifstofu borgarlandsins á umhverfis- og skipulagssviði, dags. 13. mars 2023, við fyrirspurn sjálfstæðisflokksins um vetrarþjónustu snjómokstur varðandi greiðslufrest og verktryggingu, sbr. 3. liður, 97. fundar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. janúar 2023. FAS23010067

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit velferðarsviðs, dags 10. mars 2023, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir tímabilið janúar til desember 2022 með vísan í 3. og 4. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. FAS23010067

    Kristín Pétursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu, fjármála- og áhættustýringarsvið yfir öll innkaupaferli sem klárast hjá innkaupaskrifstofu árið 2022. FAS23010067

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:50

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. mars 2023