Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2026, fimmtudaginn 15. janúar var haldinn 179. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn á Melavöllum og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Sandra Hlíf Ocares. Andrea Jóhanna Helgadóttir sat fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Björn Atli Davíðsson starfsmaður borgarlögmanns. Fundarritari var Hallgrímur Tómasson.
Þetta gerðist:
-
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs til innkaupa og framkvæmdaráðs vegna EES útboðs nr. 16237- kaup á sorphirðubifreiðum fyrir Reykjavíkurborg, þar sem lagt er til að öllum tilboðum verði hafnað og óskað er heimildar ráðsins til að fara í bein samningskaup.
- Kl.13:09 tekur Oktavia Hrund Guðrúnar Jóns sæti á fundinum.
Samþykkt. USK26010152
Fundi slitið kl. 13:16
Andrea Helgadóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Sara Björg Sigurðardóttir
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 15. janúar 2026 - Prentvæn útgáfa