Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 30. mars var haldinn 106. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Björn Gíslason, Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sat fundinn í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 27 mars 2023, merkt USK23030221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig Aðalfagmenn ehf, Jóhann Viktor Steinman, Tómas Einarsson ehf., Málun SSB ehf., G.Á Verktakar sf., Málarameistarar ehf., HiH Málun ehf. í útboði nr. 15771 - Málun 2023 í hverfum 1,2 og 3 í fasteignum Reykjavíkurborgar USK23030221
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 27 mars 2023, merkt USK23030221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig Aðalfagmenn ehf, Jóhann Viktor Steinman, Málun SSB ehf., Málarameistarar ehf., HiH Málun ehf. í útboði nr. 15773 - Málun 2023 í hverfum 4 og 5 í fasteignum Reykjavíkurborgar USK23030221
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 20 mars 2023, merkt USK23030221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig Aðalfagmenn ehf, Jóhann Viktor Steinmann, Tómas Einarsson ehf., Málun SSB ehf., G.Á Verktakar sf., HiH Málun ehf. í útboði nr. 15757 - Málun 2023 í hverfum 6 og 7 í fasteignum Reykjavíkurborgar USK23030221
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 27 mars 2023, merkt USK23030221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig, Jóhann Viktor Steimann, Málun SSB ehf.,Málarameistarar ehf., HiH Málun ehf. í útboði nr. 15766 - Málun 2023 í hverfum 8,9 og 10 í fasteignum Reykjavíkurborgar USK23030221
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit umhverfis og skipulagssviðs, dags 20. mars 2023, varðandi einstök innkaup í aðal- og eignasjóði yfir 5. m.kr. fyrir tímabilið janúar til desember 2022 með vísan í 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. FAS23010067
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf innkaupaskrifstofu dags. 27. mars 2023, merk FAS23030059. Lagt er til að innkaupa- og framkvæmdaráð samþykki að breytingatillögur á nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar, ásamt greinargerð, verði send til umsagnar sviða innan Reykjavíkurborgar og auglýst á vef Reykjavíkurborgar. FAS23030059
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Theodór Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram til umræðu minnisblað innkaupaskrifstofu, fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. mars 2023, varðandi fyrirspurn Viðreisnar um kröfur um tungumálakunnáttu í útboðum borgarinnar. FAS23030030
Ámundi Brynjólfsson og Theodór Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:02
Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. mars 2023