Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 27 apríl. var haldinn 108. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theodór Kjartansson. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu umhverfis og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 18. apríl 2023, merkt USK23040037, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vegamálun ehf. í útboði nr. 15782 - Yfirborðsmerkingar 2023. USK23040037.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu umhverfis og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 24. apríl 2023, merkt USK23030381, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í þær fasteignir sem boðið var í, Garðar dúkar ehf., SG Dúkar ehf og Jökull Þorleifsson ehf. í útboði nr. 15796 - Dúklagning 2023 í hverfum 1, 2, 3, 4 og 5 í fasteignum Reykjavíkurborgar. USK23030381
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu og nýsköpunarsviðs, dags. 24. apríl 2023, merkt ÞON23040043, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Crayon Iceland ehf. í útboði nr. 15747 - Endurnýjun á Miro Enterprise. ÞON23040043
Samþykkt.
Helga S. Kristjánsdóttir og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis og skipulagssvið dags. 17. apríl 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hreinsitækni. í EES útboði nr. 15776 - Hreinsun gatna og gönguleiða 2023-2024. Útboð II EES. FAS23030012
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis og skipulagssvið dags. 19. apríl 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í útboði nr. 15777 - Grassláttur á borgarlandi í austurhluta Reykjavíkur 2023-2025. FAS23030014
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis og skipulagssvið dags. 19. apríl 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í útboði nr. 15778 - Grassláttur á borgarlandi í vesturhluta Reykjavíkur 2023-2025 FAS23030015
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis og skipulagssvið dags. 19. apríl 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í útboði nr. 15779 - Grassláttur við þjóðveg Reykjavíkur 2023-2025. FAS23030016
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf innkaupaskrifstofu, fjármála og áhættustýringarsviðs dags. 18. apríl 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Ólafs Gíslasonar & Co hf. í EES útboði nr. 15727 - Rammasamningur um eftirlit á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. FAS23020044
Samþykkt.
Óskar Long Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:33
Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Birna Hafstein
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 27. apríl 2023