Innkaupa- og framkvæmdaráð - og framkvæmdaráð

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 04. maí var haldinn 109. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 26. apríl 2023, merkt USK23030143, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Höfði hf í útboði nr. 15800 - Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2023 - útboð 1. USK23030143.

  Samþykkt.

  Ólafur Ólafsson og Ársæll Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 26. apríl 2023, merkt USK23030143, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikstöðin ehf í útboði nr. 15801 - Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2023 - útboð 2 - Austan Reykjanesbrautar. USK23030143.

  Samþykkt.

  Ólafur Ólafsson og Ársæll Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 28. apríl 2023, merkt USK23030143, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Colas Ísland ehf. í útboði nr. 15798 - Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2023. USK23030143.

  Samþykkt.

  Ólafur Ólafsson og Ársæll Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf innkaupaskrifstofu, fjármála og áhættustýringarsviðs dags. 2. maí 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að öllum gildum tilboðum frá John Lindsey hf., Penninn ehf., Ekran ehf., ÓJK-ísam ehf., Sláturfélag Suðurlands sf., Innes ehf., Garri ehf. og Rekstrarvörur ehf í EES útboði nr. 15772 - Rammasamningur Drykkjar-, mat- og þurrvara. FAS23030023.

  Samþykkt.

  Óskar Long Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:15

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sara Björg Sigurðardóttir Björn Gíslason

Birna Hafstein

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 4. maí 2023