Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 08. maí var haldinn 110. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Jörfa og hófst kl. 11:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Samþykkt að senda til borgarráðs sem komi drögum að stefnu í samráðsferli.
Vísað til borgarráðs
Halldóra Káradóttir og Arnar Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Innkaup og framkvæmdaráð samþykkir að senda drög að nýrri innkaupastefnu til borgarráðs. Æskilegt er að í stefnunni sé kveðið skýrt á um keðjuábyrgð og áréttuð sú áhersla að tryggja góða nýtingu fjármagns við innkaup borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar dags. 4. maí 2023, markt IER22110079, þar sem kannað er hvort gerðar eru athugasemdir við að endurskoðendanefnd hyggist leggja til við borgarstjórn viðsemjanda í kjölfar EES útboðs nr. 15695 á endurskoðunarþjónustu reikningsárin 2023-2027 og verði þar með kosið endurskoðunarfyrirtæki Reykjavíkurborgar og samstæðu hennar í samræmi við 72. gr. laga 138/2011. FAS22100169
Innkaupa og framkvæmdaráð samþykkir að afgreiðsla málsins verði með framlögðum hætti í samræmi við lög 138/2011.
Vísað til borgaráðs.
Lárus Finnbogason og Hallur Símonarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 3. maí 2023, merkt USK23020256, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vogaklettur slf. útboði nr. 15794 - Götulýsing - Heimtaugaskápar - Uppsetning 2023. USK23020256
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 2. maí 2023, merkt USK23040221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 15790 - Grassláttur á stofnanalóðum í Reykjavík 2023-2024. FAS23030038
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:18
Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Birna Hafstein
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. maí 2023