Innkaupa- og framkvæmdaráð - og framkvæmdaráð

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 11. maí var haldinn 111. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Kjartan Magnússon. Hjálmar Sveinsson sat fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 8. maí 2023, merkt USK23040221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í útboði nr. 15810 - Beðahreinsun á stofnanalóðum 2023. USK23040221

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu umhverfisgæða, umhverfis og skipulagssvið dags. 6. maí 2023, FAS23030073, þar sem lagt er til að gengið verði að hagstæðasta tilboði frá Ísorku ehf.í sérleyfisútboði nr. 15793 - Uppsetning og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík, sérleyfi. FAS23030073

    Samþykkt.

    Guðmundur Benedikt Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:25

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 11. maí 2023