Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 99

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 26. janúar var haldinn 99. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Rannveig Ernudóttir. Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Dagmar Arnardóttir frá borgarlögmanni. Kristín Sólnes frá borgarlögmanni og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sat fundinn í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kosning varaformanns.

  Lögð fram tillaga formanns Innkaupa- og framkvæmdaráðs þess efnis að Kristinn Jón Ólafsson frá Pírötum, verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

  Einnig var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

  Fulltrúi Pírata Kristinn Jón Ólafsson kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. FAS23010067

 2. Lagt fram bréf  skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið, merkt USK23010143, dags. 23. janúar 2023, útboð nr. 15710 „Þróttur – Keppnisvöllur. Jarðvinna og hitakerfi. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Krafla ehf. að fjárhæð 237.699.350,-.
  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið með rafrænum hætti. USK23010143

  Fylgigögn

 3. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði, merkt USK22010027, dags. 16. janúar 2023, útboð nr. 15705 „Hagaskóli – Neyslu- hita og drenlagnir A-álmu. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði frá BV16 ehf. að fjárhæð kr. 114.740.100,-.

  Kl. 13:11  Kjartan Magnússon tekur sæti á fundinum.

  Samþykkt
  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið með rafrænum hætti. FAS22110048

  Fylgigögn

 4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu sinni yfir upplýsingatregðu, sem fulltrúar í Innkaupa- og framkvæmdaráðs mega sæta varðandi svör við formlegum fyrirspurnum. 16. júní sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tvær fyrirspurnir í ráðinu. Önnur varðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar við Litluhlíð en hin leikvöll við Sæviðarsund. 8. september sl. lögðu þeir fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir yfirliti vegna verklegra framkvæmda á Snorrabraut. Fleiri formlegar fyrirspurnir má nefna sem engin svör hafa fengist við þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá framlagningu þeirra og að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum. Þetta ámælisverða verklag segir sína sögu um stjórnun ráðsins en greinilegt er að formaður þess lætur sér slíka upplýsingatregðu í léttu rúmi liggja. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umræddum fyrirspurnum verði svarað og hver beri ábyrgð á þessu verklagi?

  Kl. 13:55 Kjartan Magnússon víkur sæti af fundinum.

Fundi slitið kl. 14:03

Hjálmar Sveinsson Rannveig Ernudóttir

Sandra Hlíf Ocares Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 26. janúar 2023