Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 98

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 19. janúar 2023 var haldinn 98. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir aðilar tóku sæti í fundarsal: Sara Björg Sigurðardóttir, Sandra Hlíf Ocares Kristinn, Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Björn Gíslason. Kristín Sólnes frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Margréti Lilju Gunnarsdóttir og Guðbjörgu Matthíasdóttur sem  jafnframt var fundarritari.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram fundardagatal Innkaupa og framkvæmdaráðs 2023, með vísan í 2 mgr. 9. gr. samþykktir innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði, merkt USK22010027, dags. 16. janúar 2023, útboð nr. 15705 „Hagaskóli – Neyslu- hita og drenlagnir A-álmu. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði frá BV16 ehf. að fjárhæð kr. 114.740.100,-.
  Frestun

  Rúnar Ingi Guðjónsson og Guðni Guðmundsson taka sæti undir þessum fundarlið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði, merkt USK22090011, dags. 13. janúar 2023, útboð nr. 15701 – „Vetrarþjónusta stofnanalóða í Reykjavík 2022-2025“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í öllum hlutum, hluta 1: Garðlist ehf. að fjárhæð 26.796.850,-, hluta 2: Garðaþjónusta Sigurjóns ehf. kr. 28.729.125,-, hluta 3: Moldarblandan-Gæðamold ehf. kr. 33.379.980,-. hluta 4: Garðasmíði ehf. kr. 27.546.650,-.
  Samþykkt

  Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Björn Yngvarsson taka sæti undir þessum fundarlið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á samningum um vetrarþjónustu vegna fyrirspurnar Samfylkingar sem barst með tölvupósti til Innkaupaskrifstofu þann 10. janúar 2023.

  Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Björn Yngvarsson taka sæti undir þessum fundarlið með rafrænum hætti. 

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að innkaup á vetrarþjónustu í Reykjavík, hvort heldur á götum, göngugötum og -stígum eða stofnanalóðum, verið boðin út í heild sinni í gegnum rammasamning og þau útboð sem búið er að auglýsa og ekki er búið að loka varðandi þessa þjónustu verði dregin tilbaka. Við útfærslu útboðsgagna verði litið til reynslu annarra sveitarfélaga og verktaka sem sinna vetrarþjónustu.  

  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:28

Björn Gíslason Sara Björg Sigurðardóttir

Sandra Hlíf Ocares Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 19.1.2023 - Prentvæn útgáfa