Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 5. janúar 2023 var haldinn 97. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares og Helgi Áss Grétarsson. Sara Björg Sigurðardóttir, Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem jafnframt var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Útboð nr. 15703 "Hljómskálagarðurinn - Viðburðarsvæði 1. áfangi".
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði merkt USK22080088, dags. 28. desember 2022, útboð nr. 15703 "Hljómskálagarðurinn - Viðburðarsvæði 1. áfangi". Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem er Garðasmíði ehf. af fjárhæð kr. 84.167.500,-Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf rafrænnar miðstöðvar, velferðartæknismiðju, velferðarsviði dags. 23. desember 2022, merkt FAS22100048, útboð nr. 15679 "Sjálfvirkir lyfjaskammtarar fyrir velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar". Valforsendur byggja á því að verð gildi 50% og gæði 50%. Tveir bjóðenda buðu fram vöru sem fullnægði ekki gerðum kröfum útboðslýsingar. Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Icepharma hf. að fjárhæð kr. 116.649.600,-
Svanhildur Jónsdóttir og Kristín Sigurðardóttir taka sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samningar sem gerðir voru sl. haust vegna vetrarþjónustu/snjómoksturs voru með ákvæði um 30 daga greiðslufrest. Þessi frestur var ekki inn í fyrri samningum. 1. Hver er ástæða fyrir því að þessi frestur var settur inn ? 2. Hver er meðaltími frá því að Reykjavíkurborg móttekur reikninga vegna vetrarþjónustu og þar til er greitt síðastliðin þrjú ár ? 3. Verktrygging hjá Reykjavíkurborg er í sumum tilfellum hærri en hjá öðrum nágrannasveitarfélögum, hver er rökin á bak við þá prósentu sem ákveðin er í verktryggingu ?
Fundi slitið 14:16
Sara Björg Sigurðardóttir
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Helgi Áss Grétarsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. janúar 2023