Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 97

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 5. janúar 2023 var haldinn 97. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares og Helgi Áss Grétarsson. Sara Björg Sigurðardóttir, Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem  jafnframt var fundarritari. 

Þetta gerðist:

 1. Útboð nr. 15703 "Hljómskálagarðurinn - Viðburðarsvæði 1. áfangi".
  Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði merkt USK22080088, dags. 28. desember 2022, útboð nr. 15703 "Hljómskálagarðurinn - Viðburðarsvæði 1. áfangi".  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem er Garðasmíði ehf. af fjárhæð kr. 84.167.500,-

  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf rafrænnar miðstöðvar, velferðartæknismiðju, velferðarsviði dags. 23. desember 2022, merkt FAS22100048, útboð nr. 15679 "Sjálfvirkir lyfjaskammtarar fyrir velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar".  Valforsendur byggja á því að verð gildi 50% og gæði 50%. Tveir bjóðenda buðu fram vöru sem fullnægði ekki gerðum kröfum útboðslýsingar. Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Icepharma hf. að fjárhæð kr. 116.649.600,-

  Svanhildur Jónsdóttir og Kristín Sigurðardóttir taka sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 3. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Samningar sem gerðir voru sl. haust vegna vetrarþjónustu/snjómoksturs voru með ákvæði um 30 daga greiðslufrest.  Þessi frestur var ekki inn í fyrri samningum. 1. Hver er ástæða fyrir því að þessi frestur var settur inn ?  2. Hver er meðaltími frá því að Reykjavíkurborg móttekur reikninga vegna vetrarþjónustu og þar til er greitt síðastliðin þrjú ár ?  3. Verktrygging hjá Reykjavíkurborg er í sumum tilfellum hærri en hjá öðrum nágrannasveitarfélögum, hver er rökin á bak við þá prósentu sem ákveðin er í verktryggingu ?

Fundi slitið 14:16

Sara Björg Sigurðardóttir

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Helgi Áss Grétarsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. janúar 2023