No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 22. desember 2022 var haldinn 96. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir, Sandra Hlíf Ocares og Jórunn Pála Jónasdóttir. Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem jafnframt var fundarritari.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Útboð nr. 15655 Hagaskóli - Lampakaup
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði dags. 19. desember 2022, merkt USK22010027, útboð nr. 15655 Hagaskóli - Lampakaup. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að eftirfarandi tilboðum. Um er að ræða lægsta lífsferilskostnað þar sem boðinn lampi uppfyllir kröfur útboðsgagnaYfirfarinn lífsferilskostnaður Innkaupsverð
Rafkaup hf. Lampi L01 11.633.190 kr. 8.218.340 kr.
Reykjafell ehf. Lampi L02 9.234.496 kr. 7.114.265 kr.
Ískraft ehf. Lampi L03 7.449.221 kr. 5.860.680 kr.Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.Fylgigögn
-
Útboð nr. 15702 Endurnýjun á Cisco samningum
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 6. desember 2022, merkt ÞON22120009, útboð nr. 15702 "Endurnýjun á Cisco samningum". Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Advania Ísland ehf. að fjárhæð USD 128.621.- án vsk.Samþykkt
Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Tillaga innkaupaskrifstofu.
Innkaupa- og framkvæmdaráð felur innkaupaskrifstofu og embætti borgarlögmanns að hefja vinnu við endurskoðun innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Skila skal drögum að nýjum innkaupareglum til innkaupa- og framkvæmdaráðs við fyrsta tækifæri. Líta skal til nýlegra breytinga á lögum um opinber innkaup og þeirrar vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili.
Fundi slitið kl. 13:44
Hjálmar Sveinsson
Sara Björg Sigurðardóttir Sandra Hlíf Ocares
Jórunn Pála Jónasdóttir Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 22. desember 2022