Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 95

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 15. desember 2022 var haldinn 95. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Sara Björg Sigurðardóttir,  Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni og Theódór Kjartansson sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem  jafnframt var fundarritari. 

Þetta gerðist:

 1. Útboð nr. 15690 Hagaskóli A álma Utanhússklæðning og þak
  Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 13. desember 2022 merkt USK22010027, útboð nr. 15690 Hagaskóli A álma Utanhússklæðning og þak. Lagt er til að gengið verið að lægsta gilda tilboði sem er frá Höfn ehf. að fjárhæð kr. 288.081.300,-

  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 2. Yfirlit yfir innkaup yfir 5 milljónum sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar
   
  Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson sitja undir þessum fundarlið

  Fylgigögn

 3. Útboð nr. 15641 Þjónusta við þráðlausa senda í grunnskólum Reykjavíkurborgar.

  Lagt fram bréf upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, þjónustu- og nýsköpunarsviði dags. 13. desember 2022 merkt ÞON22120022, útboð nr. 15641 Þjónusta við þráðlausa senda í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Origo hf. að fjárhæð kr. 45.490.000.-

  Samþykkt

  Loftur Steinar Loftsson, Lena Mjöll Markúsdóttir og Einar Þórðarson sitja undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 4. Úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 5. desember 2022 í máli nr. 13/2022. 
  Lagður er fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 5. desember 2022 í máli nr. 13/2022.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares leggja fram svohljóðandi bókun:

  Nú liggur fyrir niðurstaða í kærumáli varðandi útboð á ljósabúnaði en fram kemur að þær kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnunum voru óskýrar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vöktu ítrekað til máls á þessu á fundum og gagnrýndu þennan hátt á útboði umferðaljósastýringa einmitt á þeim forsendum sem dómstólar hafa úrskurðað. Útboð eiga að vera til þess fallinn að tryggja borginni besta mögulega verð, efla samkeppni á markmiði og auka gagnsæi á innkaupum. Ónauðsynlega sértæk gögn vinna gegn því markmiði.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:16

Sara Björg Sigurðardóttir

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Björn Gíslason Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 15. desember 2022