Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 94

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 8. desember 2022 var haldinn 94. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Pawel Bartoszek og Hjálmar Sveinsson og sátu fundinn í fundarsal. Kristín Sólnes frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem  jafnframt var fundarritari. 

Þetta gerðist:

  1. Útboð nr. 15694 Innkaup - nemendaborð fyrir grunnskóla

    Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 2. desember 2022 merkt FAS22100279,  útboð nr. 15694 Innkaup - nemendaborð fyrir grunnskóla.  Fjórir af sex bjóðendum stóðust lágmarkskröfur. Lagt er til að gengið verði að tilboði Pennans ehf. að fjárhæð kr. 20.863.500,- sem fékk hæstu stigagjöf bjóðenda að teknu tilliti til bæði gæða og verðs.

    Samþykkt

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:07

Hjálmar Sveinsson

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Björn Gíslason Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. desember 2022