No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 1. desember 2022 var haldinn 93. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem jafnframt var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Rammasamningur um lampa fyrir borgarlýsingu, EES útboð nr. 15625.
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 29. nóvember 2022 merkt USK22030047, rammasamningur um lampa fyrir borgarlýsingu, EES útboð nr. 15625. Um er að ræða rammasamning þar sem fram fer val bjóðenda út frá hæfis- og fjárhagskröfum en kaupin sjálf fara fram síðar í gegnum örútboð. Gert er ráð fyrir kaupum á 9000 lömpum fyrir áætlað kr. 1.100 milljónir að teknu tilliti til 10% verðbólgu.Tólf bjóðendur lögðu inn tilboð. Einn bjóðenda fullnægði ekki kröfum. Lagt er til að gengið verið til samninga við ellefu af tólf bjóðendum sem eru; Rafkaup hf., Epal hf., Reykjafell ehf., Húsasmiðjan/Ískraft., Fagkaup ehf./Johan Rönning, Fagkaup ehf./S. Guðjónsson, Luxor Tækjaleiga ehf., Jóhann Ólafsson & Co ehf., Rafvídd ehf., Smith & Norland og Rafmagnsþjónustan ehf.
Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið
Fylgigögn
-
Útboð nr. 15689 Hagaskóli - Nýjar raflagnir .
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 28. nóvember 2022 merkt USK22010027, útboð nr. 15689 Hagaskóli - Nýjar raflagnir. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Þelamörk ehf. að fjárhæð kr. 168.067.177,-
Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið
Fylgigögn
-
Útboð nr. 15670 Innkaup - plaststólar fyrir grunnskóla.
Lagt fram bréf skóla- og frístundarsviðs dags. 18. nóvember 2022 merkt FAS22100279, útboð nr. 15670 "Innkaup - plaststólar fyrir grunnskóla". Lagt er til að gengið verið að tilboði Pennans ehf. sem var með hæstu stigagjöfina að teknu tilliti til bæði gæða og verðs en tilboðið hljóðaði uppá fjárhæð kr. 26.691.750,-
Samþykkt
Franz Páll Sigurðsson og Þórdís Eir Friðþjófsdóttir sitja undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Rammasamningur EES útboð nr. 154000.
Lagt fram bréf innkaupaskrifstofu dags. 29. nóvember 2022 merkt FAS22090003, rammasamningur um ferskt grænmeti og ávexti, EES útboð nr. 154000. Lagt er til að gengið verði að tilboði allra bjóðenda, Oriens ehf., Bananar ehf. og Innes ehf, sem buðu allir í báða hluta útboðsins. Um er að ræða rammasamning þar sem verið er að velja bjóðendur út frá hæfis- og fjárhagskröfum en kaupin sjálf fara fram í örútboðum síðar. Áætlað heildarverðmæti samningsins er að hámarki 520 milljónir.
Samþykkt
Óskar Long situr undir þessum fundarlið
Fylgigögn
-
Beiðni um bein samningskaup án undangengis útboðs, ráðgjafaþjónusta Gartner Ireland Lmt.
Lagt fram bréf upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR), þjónustu- og nýsköpunarsviði dags. 28. nóvember 2022, merkt ÞON20110018. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði til beinna samninga án undangenginnar útboðsauglýsingar í samræmi við b- lið 1. mgr. 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sbr. og b. lið 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL), til kaupa á ráðgjafaþjónustu Gartner Ireland Lmt.
Til að tryggja greiningu UTR á markaði um að Gartner sé eini aðilinn sem uppfyllir kröfur borgarinnar, var farið í ítarlega markaðskönnun á Evrópska efnahagssvæðinu , sbr. 45. gr. OIL. Markaðskönnun er formlegt ferli sem felur í sér að óskað er eftir upplýsingum frá mögulegum þjónustuaðilum um hvort þeir geti boðið upp á þá þjónustu sem kaupandi óskar eftir auk þess sem þjónustuaðilar eru upplýstir um áformuð innkaup og þær kröfur sem koma til með að vera gerðar. Markaðskönnunin var send út í útboðsdagbók EES (Tenders Electronic Daily - „TED“) þann 16. september 2022 og gilti hún í 30 daga eða til 16. október s.á. Ekkert fyrirtæki gaf sig fram við Reykjavíkurborg eða sýndi önnur viðbrögð við könnunni. Að auki er vísað til þess að fjölmargir opinberir aðilar í jafningjastöðu við Reykjavíkurborg hafa tilkynnt bein samningskaup við Gartner án undangenginnar útboðsauglýsingar á TED.
Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun.
Innkauparáð samþykkir þessa tillögu með því skilyrði að málið verði kynnt ráðinu að nýju, standi til að nýta heimild til framlengingar eftir tvö ár.
Samþykkt.
Kjartan Kjartansson og Sæþór Fannberg Sæþórsson sitja undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Kynning, viðauki III, verkstaða í dag og verkstöðuskýrsla jan-sept 2022
Fram fer kynning á viðauki III, verkstaða í dag og verkstöðuskýrsla jan-sept 2022.
Jón Valgeir Björnsson og Guðni Guðmundsson sitja undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:29
Hjálmar Sveinsson
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Björn Gíslason Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
93. fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 1. desember 2022.pdf