Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 92

Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 92

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 10. nóvember 2022 var haldinn 92. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl.: 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Kristín Sólnes frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Útboð nr. 15646 Innheimtuþjónusta ásamt fruminnheimtu.
    Lagt fram bréf fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu, fjármála og áhættustýringarsviði dags. 7. nóvember 2022 merkt FAS22050038, útboð nr. 15646 Innheimtuþjónusta ásamt fruminnheimtu. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Landsbankinn að fjárhæð kr. 50.370.000,-

    Helga Benediktsdóttir tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Samþykkt

    Fylgigögn

  2. Útboð nr. 15668 Reiðhjóla og hlaupahjólastæði við grunnskóla
    Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 8. nóvember 2022, útboð nr. 15668 Reiðhjóla og hlaupahjólastæði við grunnskóla.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verið að tilboði lægstbjóðanda Garðvéla ehf. að fjárhæð kr. 68.000.000,-

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Samþykkt

    Fylgigögn

13:15

Hjálmar Sveinsson Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek