Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 90

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 27. október 2022 var haldinn 90. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Pawel Bartoszek og Hjálmar Sveinsson og sátu fundinn í fundarsal. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur sem var jafnframt fundarritari. 

Þetta gerðist:

  1. Útboð nr. 15581 – Atlassian Service Provider for the City of Reykjavík
    Lagt fram erindi stoð og tækniþjónustu þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 21. október 2022, merkt ÞON22090073, útboð nr. 15581 – Atlassian Service Provider for the City of Reykjavík.  Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Adaptavist UK Services Ltd. af fjárhæð 609.450,- EUR. (87.498.736 kr.)
    Frestað.

    Kjartan Kjartansson, Lena Mjöll Markúsdóttir og Snædís Kjartansdóttir taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:40