Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 9

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 13. ágúst var haldinn 9. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. ágúst 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Lóðaþjónustunnar ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14936 Vogabyggð 2. Kuggavogur - Skektuvogur. Gatnagerð og lagnir. R20070061.

    -    Kl. 13:07 tekur Jórunn Pála Jónasdóttir sæti á fundinum. 

    -    Kl. 13:07 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

    Samþykkt

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. ágúst 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Marlýsi ehf. í EES útboði nr. 14876 Götusalt 2020-2021. R20050177. 

    Samþykkt

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. ágúst 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Garðlistar ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í EES útboði nr. 14877 Vetrarþjónusta gönguleiða 2020-2023 - vesturhluti. R20050178. 

    Samþykkt

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi velferðarsviðs, dags. 6. ágúst 2020, varðandi heimild til að víkja frá innkaupaferli samkvæmt 17. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar á grundvelli 16. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings við Ás-styrktarfélag. R20010055 

    Samþykkt

    Kristín Ösp Jónsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 23. júlí 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5,0 m.kr. fyrir 1. – 4. ársfjórðung 2019, með vísan til 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sbr. 8. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. júlí 2020, ásamt svari íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 10. ágúst 2020. R20010055.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu, dags. 4. ágúst 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í júlí 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:54

Sabine Leskopf Alexandra Briem